Innlent

Heið­veig: „Aldrei gengið erinda stór­út­­gerðanna“

Heið­veig María Einars­dóttir segist ekki ganga erinda út­gerðarinnar eins og Jónas Garðars­son, for­maður Sjó­manna­félags Ís­lands, lætur í veðri vaka í grein í Morgun­blaðinu í dag. „Ég veit ekki val­veg hvað þeim gengur til með þessu.“

Heiðveig María Einarsdóttir segist ekki átta sig á hvað Jónasi Garðarssyni gangi til með að væna hana um að vera í hagsmunagæslu fyrir útgerðina. Hún sé sjómaður hjá HB Granda en önnur tengsl hafi hún ekki við stórútgerðina.

Heiðveig María Einarsdóttir segir að þrátt fyrir ýmsar breytingar á lögum Sjómannafélags Íslands telji hún formannsframboð sitt löglegt og líti svo á að það sé í fullu gildi.

Jónas Garðarsson, formaður félagsins, bar Heiðveigu þungum sökum í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann spyr hvort hún gangi erinda útgerðarinnar þar sem hún hafi með rógburði rofið samstöðu meðal sjómanna. Eitthvað sem útgerðinni hugnist.

Sjá einnig: Jónas spyr hvað liggi að baki „brjálæði“ Heiðveigar

„Ég geng alls ekki erinda stórútgerðanna og hef aldrei gert,“ segir Heiðveig í samtali við Fréttablaðið. En ég auðvitað vinn hjá HB Granda vegna þess að ég er sjómaður á Engey.“

„Ég átta mig ekki á því hvað er að trufla hann. Hann kemur með þessar blammeringar og það er hans leið að skrifa grein í Morgunblaðið og allt í lagi með það,“ segir Heiðveig um skrif Jónasar í dag. „Hann segir bara að ég sé að ljúga en hrekur ekki neitt.“

Sjómennskan í blóðinu

Deilur Jónasar og Heiðveigar snúast ekki síst um breytingu á lögum félagsins sem kveða á um að kjörgengir séu þeir einir sem greitt hafi félagsgjöld í þrjú ár. Jónas lætur í veðri vaka í grein sinni að ástæðan breytingarinnar sé að sjómenn vilji heldur að þeir sem véli um þeirra mál hafi reynslu og eitthvað gert að því að míga í saltan sjó.

Heiðveig uppfyllir ekki þriggja ára skilyrðið en gefur ekki mikið fyrir meint reynsluleysi hennar. „Ég var á sjó um aldamótin í nokkur ár og fór svo að eignast börn en er búin að vera á sjó núna,“ segir hún.

„Síðan er ég bara búin að vera að spá í málefnum sjómanna frá því ég fæddist. Ég ólst upp í sjávarþorpi. Pabbi minn er sjómaður, mamma mín líka og systir mín og barnsfaðir.“ Hún bætir við að segja megi að sjómennskan hafi snert kjör hennar alla ævi.

Kannast ekki við rógburð

Í deilu þeirra Jónasar um lagabreytingar og skjalfestingu þeirra sakar Jónas Heiðveigu um að fara með rógi gegn fjölda félagsmanna. „Þetta er rógburður og óhróður af áður óþekktri stærðargráðu í íslenskri verkalýðssögu. Aldrei hafa í yfir 100 ára sögu Sjómannafélagsins verið bornar brigður á fundargerðir, hvað þá að þær væru falsaðar,“ segir Jónas meðal annars í Morgunblaðinu í dag.

„Ég veit ekki valveg hvað hann á við með því að það sé rógburður að benda á eitthvað sem betur hefði mátt fara. Það er staðreynd að þeir breyta lögum á heimasíðunni félagsins án heimilda í fundargerðum eða með aðalfundi. Hver sem er getur bara séð þetta með því að bera saman lögin á vefsafni Landsbókasafnsins og lögin eins og þau eru á heimasíðunni í dag.“

Heiðveig segist, óháð tilraunum til lagabreytinga, telja framboð sitt löglegt. „Ég veit ekki alveg hvað þeim gengur til með þessu en þetta lítur út eins og tilraun til þess að koma í veg fyrir framboð mitt eða annarra, þar sem breytingin er gerð tveimur dögum eftir að ég auglýsi framboð mitt.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Jónas spyr hvað liggi að baki „brjál­æði“ Heið­veigar

Innlent

​Lokanir á Lyng­dals­heiði, Hellis­heiði og Þrengslum

Innlent

Leggja fram þriðja orku­pakkann „á ís­lenskum for­sendum“

Auglýsing

Nýjast

Starfsfólk Porsche fékk 1,3 milljónir í bónus

„Óbilgirnin er svakaleg“

Élja­bakki og hvassvirði nálgast suð­vestur­hornið

Clio „Besti framleiðslubíllinn“ í Genf

​„Við lifum af einn dag“

Laun forstjórans hærri en samanlögð velta fjölmiðlanna

Auglýsing