Bandaríkin

Heitir Sádi-Aröbum þungri refsingu

Trump Bandaríkjaforseti vill komast að því hver beri ábyrgð á sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi. Hann heitir þeim sem bera ábyrgð þungri refsingu.

Trump vill refsa Sádum, en vill ekki að það komi niður á bandarískum efnahag. Fréttablaðið/AP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla komast til botns í því hver beri ábyrgð á hvarfi sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi. Komi í ljós að sádiarabísk stjórnvöld beri ábyrgð á hvarfi blaðamannsins heitir hann þungri refsingu.

Tyrkir hafa sakað Sádi-Araba um að myrða Khashoggi, en síðast sást til hann ganga inn í sendiráð Sáda í Tyrklandi. Trump ræddi hvarfið í fréttaskýringarþættinum 60 mínútur (e. 60 Minutes).

Í viðtalinu sagði hann að sádiarabíski krúnuprinsinn, Mohammad bin Salman, hafi neitað sök bak og fyrir í samtali við tengdason sinn, Jared Kushner. Inntur af því hvaða afleiðingum hann myndi láta Sáda mæta, kæmi í ljós að þeir bæru ábyrgð á hvarfi blaðamannsins, sagðist hann hvorki vilja leggja á Sádi-Araba efnahagsþvinganir, né að hætta vopnasölu til þeirra. „Ég skal segja þér hvað ég vil ekki gera. Ég vil ekki skaða [bandarísk, innsk. blaðam.] störf. Það eru aðrar refsingar í boði,“ sagði Trump í viðtalinu.

Forsetinn sagði það sérstaklega mikið í húfi, þar sem um væri að ræða blaðamann, en Khashoggi hefur verið mjög gagnrýninn á sádiarabísk stjórnvöld. „Það er eitthvað alveg sérstaklega — það mun koma mörgum á óvart að heyra mig segja þetta — það er eitthvað alveg sérstaklega hræðilegt og ógeðslegt ef það kæmi í ljós að þeir drápu blaðamann,“ sagði Trump.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Sagður hafa verið pyntaður, myrtur og limlestur

Erlent

Heimila leit á ræðis­manns­skrif­stofunni

Erlent

Trump krefst svara vegna blaða­­mannsins

Auglýsing

Nýjast

Með ó­virk­ar brems­ur og und­ir á­hrif­um á­feng­is og svefn­lyfj­a

Gekk út úr húsinu í dulargervi Kashoggis

Strá­in rif­in upp fyr­ir ut­an bragg­ann við Naut­hóls­veg

Karlar gera merki­lega hluti í út­varpi: „Þetta er terror“

Seat framleiddur í aðalverksmiðju Volkswagen í Wolfsburg

Bald­ur og Traust­i á­kærð­ir fyr­ir hrott­a­leg­a lík­ams­á­rás

Auglýsing