Bandaríkin

Heitir „hörðustu refsiaðgerðum sögunnar“ gegn Íran

Mike Pompeo, utan­ríkis­ráð­herra Banda­ríkjanna, segir að þau muni beita Írani hörðustu refsi­að­gerðum sögunnar. Íranir muni eiga í vand­ræðum með að halda hag­kerfi sínu á floti héðan í frá.

Mike Pompeo sagði Bandaríkin ætla að beita Írani hörðum refsiaðgerðum. Fréttablaðið/Getty

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkjamenn ætla að beita Íran hörðustu refsiaðgerðum sögunnar. BBC greinir frá.

Sagði hann enn fremur í ræðu sinni, á fundi í Washington, að Íranir myndu berjast við að halda hagkerfi sínu gangandi eftir að Bandaríkjamenn hefðu lokið sér af. Donald Trump ákvað fyrr í mánuðinum að segja upp samningi Bandaríkjanna við Íran um kjarnorkuvopn.

„Stjórnvöld í Teheran munu ekki efast um alvarleika okkar í málinu,“ sagði Pompeo, sem tók nýlega við embættinu af Rex Tillerson.

„Íranir munu aldrei hafa frjálsar hendur til þess að ráða yfir Mið-Austurlöndum aftur,“ bætti hann við að lokum og ítrekaði að hann hefði litlar áhyggjur af viðbrögðum Írana. Ríkisstjórnin myndi í samstarfi við varnarmálaráðuneytið verjast hvers kyns árásum sem þeir kynnu að beita.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íran

Íran segir Evrópu ekki gera nóg

Bandaríkin

Trump stóð við stóru orðin um Íran

Bandaríkin

Alex Jones bannaður á Twitter í viku

Auglýsing

Nýjast

Reikna með opnun Ölfus­ár­brúar á há­degi

Telur engar laga­legur for­sendur fyrir á­kæru um peninga­þvætti

Staðinn að ræktun 400 kanna­bis­plantna

Erum á milli tveggja lægða

Risavaxið erfðamengi hveitis kortlagt

Húsa­friðunar­nefnd afar von­svikin með Reykja­nes­bæ

Auglýsing