Guð­laugur Þór Þórðar­son utan­ríkis­ráð­herra til­kynnti um 25 milljóna króna við­bótar­fram­lag til mann­úðar­að­stoðar í Afgan­istan á á­heita­ráð­stefnu Sam­einuðu þjóðanna sem fram fór í Genf í dag. Fram­lagið rennur til sam­hæfingar­skrif­stofu að­gerða Sam­einuðu þjóðanna í mann­úðar­málum (OCHA) og bætist það við fjár­fram­lög ís­lenskra stjórn­valda til Afgan­istans að undan­förnu.

Guð­laugur Þór á­varpaði ráð­stefnuna í gegnum fjar­fundar­búnað þar sem hann til­kynnti um stuðning Ís­lands. Fjár­hæðin kemur til við­bótar við 30 milljóna króna fram­lags til Flótta­manna­stofnunar Sam­einuðu þjóðanna (UN­HCR) og 30 milljóna króna fram­lags til Al­þjóða­ráðs Rauða krossins (ICRC) sem til­kynnt var um í ágúst.

„Með þessu viljum við svara á­kalli Sam­einuðu þjóðanna um tafar­lausan stuðning við af­gönsku þjóðina, ekki síst til að tryggja virðingu fyrir al­þjóð­legum mann­réttindum og mann­úðar­lögum, ó­hindraðan að­gang mann­úðar­stofnana, og vernd af­ganskra borgara. Síðast enn ekki síst verðum við standa vörð um réttindi kvenna og stúlkna í Afgan­istan og að tryggja að það sem hefur á­unnist í þeirri bar­áttu glatist ekki. Veturinn er handan við hornið, og hann er afar harður í Afgan­istan. Það er því mikil­vægt að bregðast hratt við,“ segir Guð­laugur Þór.

Ríkis­stjórnin til­kynnti í lok síðasta mánaðar að tekið yrði á móti allt að 120 flótta­mönnum frá Afgan­istan á­samt fjöl­skyldum þeirra. Hins vegar hafa þó að­eins tíu þeirra komist til Ís­lands hingað til.

Í kjöl­far valda­töku tali­bana í Afgan­istan hefur hagur al­mennings í landinu versnað til muna. Miklir þurrkar hafa leikið landið grátt og heim­far­aldurinn svo aukið á­lagið á veik­burða heil­brigðis­þjónustu til muna. Sam­einuðu þjóðirnar á­ætla að um helmingur af­gönsku þjóðarinnar, sem telur alls um 40 milljónir, þurfi á mann­úðar­að­stoð að halda og yfir hálf milljón hafi hrakist á flótta.