Neyðar­stjórn Reykja­víkur­borgar herti reglur sem varða heim­sóknir á hjúkrunar­heimili þegar fundað var í gær. Þar var á­kveðið að fólk sem hefur verið er­lendis má ekki heim­sækja íbúa hjúkrunar­heimili fyrstu 14 dagana eftir komu til landsins. Það á einnig við ef við­komandi hefur farið í skimun sem reyndist vera nei­kvæð fyrir co­vid-19.

Þá er brýnt fyrir fólki sem hefur um­gengst smitaða ein­stak­linga eða finnur fyrir kvefi eða flensu­ein­kennum að heim­sækja ekki íbúa. Starfs­fólk í þjónustu­í­búðum fyrir aldraða, á hjúkrunar­heimilum, í­búða­kjörnum/sam­býlum og heima­þjónustu fer eftir sömu til­mælum í starfi sínu.

Gestir sem upp­fylla ekki fyrr­nefnd skil­yrði geta heim­sótt íbúa, en mikil­vægt er að fyllstu var­úðar sé gætt og sam­fé­lags­sátt­máli hafður í heiðri. Staðan verður metin að nýju 13. júlí næstkomandi.

Neyðar­stjórn endur­vakin

Dagur B. Eggerts­son, borgar­stjóri Reykja­víkur, kallaði neyðar­stjórn borgarinnar saman í gær eftir nokkurt hlé.

Til­efnið var hóp­sýking sem upp kom um helgina en eins og fram hefur komið hafa rúm­lega 400 manns þurft að fara í sótt­kví eftir að ein­staklingar greindust smitaðir af Co­vid-19 hér á landi í síðustu viku.