Niður­stöður úr próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokksins fyrir sveitar­stjórnar­kosningarnar á Akur­eyri sem fór fram í dag voru kunn­gjörðar rétt í þessu. Heimir Örn Árna­son hlaut 388 at­kvæði í fyrsta sæti og er því er nýr odd­viti flokksins á Akur­eyri.

Greidd at­kvæði í próf­kjörinu voru 737, þar af voru 717 at­kvæði gild. 20 at­kvæði voru auð eða ó­gild.

Heimir Örn Árna­son er 42 ára deildar­stjóri. Hann starfar sem stjórnandi í Nausta­skóla á Akur­eyri auk þess sem hann hefur gegnt stöðu formanns ung­linga­ráðs KA/Þórs og KA í hand­knatt­leik undan­farin sex ár.

Úr­slit prófkjörsins eru eftir­farandi:

  1. Heimir Örn Árna­son með 388 at­kvæði í 1. sæti
  2. Lára Hall­dóra Ei­ríks­dóttir með 387 at­kvæði í 1. - 2. sæti
  3. Þór­hallur Jóns­son með 412 at­kvæði í 1. - 3. sæti
  4. Hildur Brynjars­dóttir með 481 at­kvæði í 1. - 4. sæti