Fjöldi til­vika heimilis­of­beldis sem til­kynnt eru til lög­reglu hefur aldrei verið meiri en undan­farin tvö ár í saman­burði við síðustu sex ár þar á undan. Til­vik ársins 2021 voru þriðjungi fleiri en 2015.

Þá voru á­greinings­mál um 1.000 talsins árið 2014 og einnig á tíma­bilinu 2018-2021 en færri árin 2015 og 2016 þegar þau voru um 850-900 talsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem em­bætti Ríkis­lög­reglu­stjóra hefur nú gefið út. Þar er að finna helstu tölur er snúa að heimilis­of­beldis­málum og á­greinings­málum milli skyldra eða tengdra ein­stak­linga sem koma á borð lög­reglu.

Verði 25 prósent árið 2023

Segir í til­kynningu frá em­bættinu að mark­mið stjórn­valda sé að hlut­fall þeirra sem verða fyrir of­beldi í nánu sam­bandi lækki og að hlut­fall brota­þola sem til­kynni það til lög­reglu verði 25 prósent árið 2023. Í þol­enda­könnun lög­reglunnar á síðustu árum hafa á bilinu 7-20% svar­enda til­kynnt of­beldi af hendi maka/fyrrum maka til lög­reglu.

Í verk­lags­reglum lög­reglu er heimilis­of­beldi skil­greint sem of­beldi sem ein­stak­lingur verður fyrir af hendi ein­hvers ná­komins. Með öðrum orðum eru gerandi og þolandi skyldir eða tengdir og hátt­semin felur í sér brot sem beinist gegn þolanda, til dæmis of­beldi, hótun eða eigna­spjöll.

Hins vegar eru til­vik skráð sem á­greiningur milli skyldra og tengdra þegar ekki leikur grunur á broti sem beinist að þolanda. Í lok árs 2014 voru verk­lags­reglur lög­reglu um með­ferð og skráningu heimilis­of­beldis­mála upp­færðar, sem leiddi til mun mark­vissari skráningar og skýrist mikill munur milli áranna 2014 og 2015 (um 370 til­vik) af þessari breytingu.

80 prósent ger­enda eru karl­kyns

Þá kemur enn­fremur fram í skýrslunni að þegar litið er til kyns þol­enda í öllum heimilis­of­beldis­málum, það er of­beldi í nánum sam­böndum og of­beldi af hendi aðila tengdum fjöl­skyldu­böndum, má sjá að um 70 prósent þol­enda eru kven­kyns og um 80 prósent ger­enda karl­kyns.

Hins vegar þegar ein­göngu er litið til of­beldis maka/fyrr­verandi maka, má sjá að hærra hlut­fall þol­enda er konur, eða 75-80 prósent, en ger­endur eru í 80-83 prósentum til­vika karlar.

Árið 2016 var sett í lög grein 218b í al­mennum hegningar­lögum nr. 19/1940. Greinin nær yfir brot sem eru þess eðlis að vera endur­tekin eða al­var­leg og þar sem um er að ræða tengsl á milli geranda og þolanda. Brotin voru 48 árið 2016, að því er segir í skýrslunni og fóru mest upp í 100 brot árin 2019 og 2020. Árið 2021 voru þau 89 talsins.

Fjöl­skyldu­tengsl eða náin tengsl í helmingi mann­dráps­mála

Í skýrslunni er jafn­framt að finna yfir­lit yfir mann­dráps­mál á árunum 2010-2020 og tengsl hins látna og geranda, auk upp­lýsinga um aldur og kyn ger­enda og þol­enda.

Í rúmum helmingi til­vika var um að ræða fjöl­skyldu­tengsl eða náin tengsl milli ger­enda og þol­enda en of­beldi af hendi maka eða fyrr­verandi maka getur stig­magnast eftir því sem tíminn líður og í slíkum að­stæðum getur í ein­hverjum til­vikum manns­líf verið í húfi.