Tara Margrét Vil­hjálms­dóttir, fyrr­verandi for­maður Sam­taka um líkams­virðingu, segir heimilis­lækni sinn hafa þrýst á sig að fara á Ozempic, nýtt lyf sem á­vísað hefur verið gegn of­fitu og sykur­sýki hér á landi. Hún segist hafa kynnt sér lyfin vel og ber þeim ekki vel söguna en hvetur hvern og einn til þess að skoða málið.

Tara segir um­ræðu síðustu daga um lyfin í kjöl­far fréttar Frétta­blaðsins um tí­földun á­vísana þeira hér á landi hafa rifjað upp at­vikið fyrir sér. Árið 2017 fengu 819 manns lyfinu á­vísað en í fyrra voru þeir orðnir 8.964.

Tara segir mikil­vægt að taka um­ræðuna um lyfin og segist hafa heyrt margar sögur af því að stál­hraust feitt fólk hafi verið sett á lyfin án þess að fá að vita al­menni­lega af hverju og án þess að vera upp­lýst um auka­verkanir.

Em­bætti land­læknis vísaði fyrir­spurn Frétta­blaðsins um á­vísanir lyfsins til Lyfja­stofnunar. Bíður blaðið enn svara eftir því um hvaða verk­ferlar eru í gildi um á­vísun lyfsins.

Sagði lækna á­vísa lyfinu „on the side“

Tara lýsir því í að­sendri grein á Vísi að heimilis­læknir hennar hafi boðað hana á sinn fund haustið 2021 og að það hafi komið henni í opna skjöldu, enda ekki lenskan að læknar boði fólk á sinn fund. Tara segist hafa þáð boðið og mætt með kvíða­hnút í maganum.

Tara segir lækninn hafa boðað sig á fundinn til þess að segja henni frá nýju undra­lyfi sem hann hafi haft veður af, Ozempic sem hann taldi geta gagnast Töru. Lyfið væri dýrt, kostaði um 50 þúsund krónur á mánuði og að í sumum til­fellum væri með­ferðin til lífs­tíðar.

„Á­stæðan fyrir þessum kostnaði væri sú að lyfið væri ætluð sykur­sýkis­sjúk­lingum en þar sem að ég til­heyrði ekki þeim hóp væri lyfið í raun ekki enn orðið leyfi­legt fyrir mig. Hann bætti þó orð­rétt við að læknar væru farnir að á­vísa því “on the side” og að hann gæti gert það fyrir mig.“

Hafi hrist höfuðið yfir við­brögðum Töru

Tara segir að hún hafi fylgst náið með um­ræðunni um lyfið sem Novo Nor­disk fram­leiðir. Hún segist hafa kynnt sér þær rann­sóknir sem lágu til grund­vallar leyfis­veitingu lyfsins.

„Og vissi til dæmis að engin þeirra næði til lengri tíma en 2ja ára og því væri ekkert hægt að segja til um öryggi þeirra hvað varðaði lífs­tíðar­með­ferð. Ég vissi líka að auka­verkanir væru tíðar.“

Þá segir Tara að auka­verkanir á borð við ó­gleði, hægða­tregðu og upp­köst séu tíðar, 90 prósent not­enda finni fyrir þeim og þá séu dæmi um al­var­legri fylgi­kvilla líkt og bris­bólgu, gall­steina, nýrna­bilanir, þung­lyndi og sjálfs­vígs­hugsanir.

Tara segist hafa verið með­vituð um hræði­lega sögu megrunar­lyfja og segir að allur á­vinningur af notkun Ozempic virðist hverfa ef og þegar fólk hættir á lyfinu. Hún segist því hafa af­þakkað lyfið.

„Við­brögð heimilis­læknis míns við á­hyggjum mínum af ofan­töldum auka­verkunum var ein­fald­lega að hrista höfuðið og gefa frá sér lang­dregið “neeei­ii”. Þar­næst tjáði hann mér að ég þyrfti að treysta honum og teyminu í heilsu­mót­töku heilsu­gæslunnar í ljósi fag­reynslu þeirra og bætti við að ég þyrfti að hafa hug­fast að hann bæri á­byrgð á greiðslum endur­hæfingar­líf­eyrisins sem ég þurfti svo sár­lega á að halda nú þegar ég var dottin af vinnu­markaði.“

Tara segir læknirinn hafa verið ó­fúsan til að taka við hana sam­talið um efa­semdir hennar um gagn­semi lyfsins. „Þess í stað mis­beitti hann upp­diktuðu valdi sínu yfir af­komu minni, á þessum við­kvæma tíma­punkti í lífi mínu, til að ógna mér og þröngva lyfinu upp á mig og skammaði mig svo fyrir að treysta honum ekki betur.“

Hún segir um að ræða graf­alvar­lega mis­beitingu á valdi og trúnaðar­sam­bandi milli læknis og sjúk­lings. Þarna hafi lög­bundinn sjálfs­á­kvörðunar­réttur hennar yfir eigin líkama og heilsu verið fótum troðinn og segir Tara að hún hafi skipt um heil­gu­sæ­slu­stöð sam­dægurs og sent inn kvörtun til Land­læknis.

Feitt fólk við­kvæmara fyrir mis­beitingu

Tara segir um­ræðu um megrunar­lyfin hafa rifjað upp þetta at­vik fyrir sér. Mikil­vægt sé að taka um­ræðu um þessa hluti, hvernig feitt fólk sé jaðar­settur hópur innan heil­brigðis­kerfisins og við­kvæmari fyrir á­líka mis­beitingu og Tara hafi orðið fyrir.

„Og um það hvernig lyfja­fyrir­tæki eru fyrst og fremst skuld­bundin hlut­höfum sínum frekar en við­skipta­vinum. Öðru­vísi hefði sú staða ekki komið upp fyrir ára­mót að skortur varð á lyfinu fyrir sykur­sjúka fyrir til­stilli á­gengrar, að því er virðist ó­heiðar­legrar, markað­setningar á lyfinu.“

Hún segist hafa heyrt margar svipaðar sögur þar sem stál­hraust feitt fólk hafi verið sett á þessi lyf án þess að vita al­menni­lega af hverju og án þess að vera upp­lýst um lífs­gæða­skerðandi auka­verkanir.

„Það átti bara að treysta. Ég hef heyrt fólk á þessu lyfi tala um að það ætli að reyna að halda ó­gleðina og van­líðunina út því að þegar það nái þyngdar­mark­miði sínu muni það hætta á lyfinu og við­halda árangrinum með bættum líf­stíl, ó­af­vitandi að það verði lík­lega ekki raunin.“

Tara tekur fram að lyfið hafi reynst vel í mörgum til­vikum, sér­stak­lega fyrir ein­stak­linga með sykur­sýki og PCOS og segir mikil­vægt að halda því til haga. Hins­vegar séu lang­tíma rann­sóknir á á­hrifum þess á á­kveðna hópa af skornum skammti.

Hún segir skaða­minni nálganir að heilsu­fari séu til sem séu til þess fallnar að efla líkam­legt, and­legt og fé­lags­legt heilsu­far óháð holda­fari. Tara hvetur öll til að kynna sér kosti og galla hverrar nálgunar fyrir sig og taka upp­lýsta á­kvörðun um hvor þeirra henti sér betur.

„Ég vil líka endur­taka á­kall mitt til heil­brigðis­starfs­fólks að gera slíkt hið sama í því skyni að tryggja að það valdi ekki skaða á borð við þann sem fyrrum heimilis­læknir minn olli mér þennan dag, jafn­vel þó hann hafi talið sig vera vel meinandi.“