Heimilislæknar á landsbyggðinni voru með tekjuhærri læknum á landinu í fyrra samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra fyrir síðasta ár sem lögð var fram fyrr í vikunni.

Ágúst Oddsson, heimilislæknir á Hvammstanga, var næst launahæsti læknirinn í fyrra en hann var með tæpar sex milljónir króna í mánaðarlaun samkvæmt álagningarskrá.

Aðeins einn læknir var með hærri mánaðarlaun en Ágúst en það var Bjarni Torfason, taugaskurðlæknir, sem var með tæpar átta milljónir í mánaðarlaun í fyrra.

Sí­fellt erfiðara er að fá lækna til að setjast að í fá­mennari byggðar­lögum landsins, en dæmi eru um að sum þeirra hafi verið án læknis með fasta við­veru í fjölda ára.

Hér að neðan má sjá lista yfir mánaðarlaun heimilislækna á landsbyggðinni í fyrra:

 • Ágúst Oddson, heimilislæknir á Hvammstanga, 5.870.000 krónur
 • Þórir Björn Kolbeinsson, heimilislæknir á Hellu, 3.617.000 krónur
 • Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, heimilislæknir á Vestfjörðum, 3.444.000 krónur
 • Bjarki Steinn Traustason, heimilislæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, 3.401.000 krónur
 • Örn Erlendur Ingason, heimilislæknir á Ísafirði, 3.309.000 krónur
 • Fjóla Björnsdóttir, heimilislæknir á Dalvík, 3.228.000 krónur
 • Þórður Ingólfsson, heimilislæknir í Búðardal, 3.115.000 krónur
 • Þorsteinn M. Þorsteinsson, heimilislæknir á Sauðárkróki, 3.100.000 krónur
 • Vignir Þór Bjarnason, heimilislæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, 2.997.000 krónur
 • Örn Ragnarsson, heimilislæknir á Sauðárkróki, 2.790.000 krónur
 • Ómar Ragnarsson, heimilislæknir í Hveragerði, 2.787.000 krónur
 • Rúnar Sigurður Reynisson, heimilislæknir á Seyðisfirði, 2.725.000 krónur
 • Hallgrímur Kjartansson, heimilislæknir á Ísafirði og Patreksfirði, 2.583.000 krónur
 • Ásgeir Henning Bjarnason, heimilislæknir á Ólafsfirði, 2.153.000 krónur
 • Óttar Ármannsson, heimilislæknir á Egilsstöðum, 1.900.000 krónur

Launakjör hér að ofan eru reiknuð eftir greiddu útsvari samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra. Fjármagnstekjur eru ekki taldar með.