Ráðist var á heimili Elísa­betar Guð­­munds­dóttur, lýta­læknis, í gær en hún hefur vakið tölu­verða at­hygli fyrir and­úð sína á sótt­varna­að­gerðum yfir­valda. Hún neitaði meðal annars að gangast undir sótt­kví eða skimun við komu til landsins í desember.

Elísa­bet segir frá því á Face­book í gær­kvöldi að ráðist hafi verið á heimili hennar og segir um leið að henni hafi borist fjölda al­var­legra hótana.

„Of­beldið gegn mér tekur engan enda og netníðingar eru farnir að ráðast á mig á heimili mínu og ég hef sent börnin mín í öryggi. Ég er særð, leið, hrædd og van­máttug, er beitt of­beldi og ein­elti ekki að­eins yfir­valda og lög­reglu heldur einnig sam­landa minna. Mér hafa borist al­var­legar hótanir um bar­smíðar, nauðganir og líf­lát og hef greint lög­reglu frá því í tví­gang og beðið um að­stoð/vernd," skrifar hún á Face­book.
Hún segir að síðustu vikur hafi verið ó­raun­veru­legar og að hún sé einungis búin að vera að benda fólki á og ræða það opin­ber­lega hvað þjóðin geti gert til að styrkja ó­næmis­kerfi sitt. Bent á lang­tíma á­hrif fé­lags­legrar ein­angrunar og grímu­notkunar á börn.


Óttast um líf sitt

Elísa­bet segist farin að óttast um líf sitt eftir á­rásina á heimili sitt í gær og biður Ís­lendinga um stuðning áður en það verði of seint.
„Það kæmi varla nokkrum manni á ó­vart ef ég hyrfi eða hrein­lega fyndist dáin vegna “sjálfs­vígs” eða létist “af slys­förum”, en slíkt hefur svo sannar­lega gerst á Ís­landi marg­oft áður þegar ekki tekst að þagga fólk. Það var byrjað með því að reka mig af Há­skóla­sjúkra­húsinu okkar allra, 1,5 mánuði síðar voru starfs­réttindi mín tekin af mér, síðan tók lög­reglan við, en ég hef verið stöðvuð 6 sinnum á 3 vikum af lög­reglunni m.a. vegna gruns um að t.d. taka of hægt af stað á grænu ljósi og vegna gruns um að hafa hugsan­leg ætlað grímu­laus inn í verslun."

Þá var Elísa­bet hand­tekin síðast­liðið fimmtu­dags­kvöld í Hafnar­firði fyrir að mæta ekki í yfir­­heyrslu vegna málsins sem kom upp í desember á Kefla­víkur­flug­velli þegar hún neitaði að gangast undir sótt­kví eða skimun. Hún birti mynd­band af hand­tökunni á Face­book-síðu sinni þar sem hún sagðist hafa verið „hand­­tekin, hand­járnuð og barin“.

Skúli Jóns­­son, stöðvar­­stjóri hjá lög­­reglunni í Hafnar­­firði sagði í sam­tali við Frétta­blaðið á föstu­dag að Elísa­bet hafi ekki verið lamin.
„Hún sinnti ekki kvaðningu út af málinu þegar hún kom er­­lendis frá. Við birtum henni kvaðningu og hún átti að mæta í yfir­­heyrslu þegar sótt­kví lauk en mætti ekki og þetta er fram­hald af því. Hún var yfir­­heyrð og látin laus. Lög­regla er ekkert að berja fólk,“ sagði Skúli.