Erlent

Heimila leit á ræðis­manns­skrif­stofunni

Sádi-Arabísk stjórnvöld hafa heimilað Tyrkjum að leita á ræðismannsskrifstofu þeirra í Tyrklandi vegna hvarfs blaðamanns. Ekki hefur sést til blaðamannsins Jamal Khashoggi síðan í síðustu viku.

Jamal Khashoggi. Fréttablaðið/EPA

Sádi-Arabísk stjórnvöld hafa veitt Tyrkjum leyfi til þess að að leita á ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í Istanbúl vegna sádi-arabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi sem hvarf sporlaust í síðustu viku. Utanríkisráðuneyti Tyrklands greinir frá þessu, en síðast sást til blaðamannsins, sem hafði verið mjög gagnrýninn á sádi-arabísk stjórnvöld, er hann fór á ræðismannsskrifstofuna í síðustu viku til þess að sækja skjöl frá heimalandinu. Margar sögusagnir verið á kreiki um hvarf hans og herma óstaðfestar fregnir að hann hafi verið pyntaður og myrtur á ræðismannsskrifstofunni. BBC greinir frá.

Eins hefur verið fullyrt í fjölmiðlum að til sé myndbandsupptaka af ódæðinu, en þetta hefur ekki fengist staðfest og hafa Sádi-Arabar neitað öllum ásökunum.

Sjá einnig: Sagður hafa verið pyntaður, myrtur og limlestur

Sem fyrr segir hefur Khahsgoggi verið mjög gagnrýninn á sádi-arabísk stjórnvöld, þá sérstaklega krónprinsinn Mohammad bin Salmann. Blaðamaðurinn hafði til að mynda verið í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum vegna þessa. Verk hans hafa birst víða og hefur hann meðal annars skrifað fyrir Washington Post.

Khahsgoggi sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, einungis þremur dögum áður en hann hvarf, að honum þætti ólíklegt að hann sneri nokkurntíman aftur heim. „Ég held ég geti ekki aftur farið heim. Fólkið sem er handtekið er ekki einu sinni ólöghlýðið,“ þá kvaðst hann óska þess að rými væri fyrir gagnrýni í heimalandi hans. 

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti krafðist þess í gær að Sádi-Arabar sönnuðu að blaðamaðurinn hefði yfirgefið ræðismannsskrifstofuna heill á húfi. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Karadzic dæmdur í lífstíðarfangelsi

Kasakstan

Ekki Astana heldur Nur­sultan

Erlent

Örlög Karadzic ráðast í dag

Auglýsing

Nýjast

​„Eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru“

Bíl­stjórar utan stéttar­fé­laga munu aka - þvert á full­yrðingar Eflingar

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi hjá LÍV

Sjöunda mis­linga­smitið stað­fest

Pókerspilarar hvattir til að vera á varðbergi

Spyr hvað ríkis­stjórnin borgar fyrir aug­lýsingar á Face­book

Auglýsing