Heim­för Ís­lendinga sem stödd eru á Tenerife hefur verið frestað enn frekar vegna sand­storma sem gengið hafa yfir Kanarí­eyjar á síðustu dögum. Öllu flugi til og frá Tenerife var af­lýst í gær vegna stormsins og sitja þúsundir ferða­manna, Ís­lendingar þar á meðal, fastir á eyjunni vegna þessa.

Halda af stað eftir há­degi

Til stóð að flug Norwegian Air frá Tenerife til Kefla­víkur fær af stað klukkan átta í morgun en því hefur nú verið frestað fram eftir degi. Búið er að fresta öllum flugum frá flug­vellinum á Tenerife fram yfir há­degi og búist er við að flug Norwegian Air fari í loftið klukkan hálf þrjú í dag.

Vind­hraði á Kanarí­eyjum fór víða yfir 35 metra á sekúndu og fylgdi vindinum ó­grynni af sandi úr Sahara eyði­mörkinni. Sand hefur lagt yfir land og götur á eyjunum og lýsa ferða­menn á­standinu sem hinu undar­legasta.

Öllu flugi á Tenerife var aflýst í gær.
Fréttablaðið/Getty