Lög­reglan á Suður­nesjum greinir frá því að ein­stak­lingur sem hafði verið í göngu­túr í Reykja­nes­bæ hafi sé á­huga­verðan hlut í vegi sínum en ein­stak­lingurinn til­kynnti hlutinn til lög­reglu í dag.

Í færslu á Face­book greinir lög­regla frá því að um­ræddur hlutur hafi reynst vera heima­til­búin sprengja sem var sam­sett úr flug­eldum.

„Við viljum benda for­eldrum á að brýna fyrir börnum sínum hversu hættu­legt það er að eiga við flug­elda líkt og búið var að gera hér,“ segir lög­regla í færslunni.

Þá er því bætt við að gamlir flug­eldar sem eru ekki geymdir við réttar að­stæður gætu reynst mjög vara­samir. „Förum gæti­lega með flug­elda, alltaf.“

Okkur berast reglulega tilkynningar gegnum fésbókarsíðuna okkar. Í dag barst okkur tilkynning frá aðila sem hafði verið...

Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Sunday, September 27, 2020