Heils­u­gæsl­a höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins gerð­i sér ekki grein fyr­ir að á Grund­ar­heim­il­un­um væri starfs­fólk fætt síð­ar en 2002. Starfs­fólk fætt eft­ir 2002 verð­ur því ekki ból­u­sett þeg­ar ból­u­setn­ing starfs­mann­a Grund­ar hefst á næst­u dög­um. Þett­a kem­ur fram í tölv­u­póst­i sem Gísl­i Páll Páls­son, for­stjór­i Grund­ar­heim­il­ann­a, send­i starfs­fólk­i um helg­in­a.

„Heils­u­gæsl­a höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins átt­að­i sig ekki á því að yngr­i en fædd­ir 2002 væru í vinn­u hjá okk­ur, og þeir fá því held­ur ekki boð um ból­u­setn­ing­u. Það verð­ur von­and­i fljót­leg­a,“ skrif­ar Gísl­i Páll.

Engu að síð­ur sé að ból­u­setn­ing­ar starfs­fólks séu að hefj­ast „á­nægj­u­legt í alla stað­i og ber að þakk­a fyr­ir af heil­um hug.“ Öllum starfs­mönn­um heim­il­ann­a, fædd­ir á ár­un­um 1957 til 2002, stendur til boða að vera ból­u­sett­ir. Þeir starfs­menn sem eru eldri en 65 ára fá ann­að ból­u­efn­i síð­ar.

Stjórn­end­ur Grund­ar mæla ein­dreg­ið með því að starfs­fólk láti ból­u­setj­a sig þó að eng­inn sé skyld­að­ur til þess. Þeir sem af ein­hverj­um á­stæð­um ekki geta lát­ið ból­u­setj­a sig eða neit­a að láta ból­u­setj­a sig þurf­a að nota grím­ur uns far­ald­ur­inn er yf­ir­stað­inn.