Rannsóknin var unnin í samtarfi tveggja rannsóknarstofa, annarri á Spáni og hinni í Bandaríkjunum, nánar tiltekið við Suður-Kaliforníu háskóla. Á hvorum stað voru 20 tilvonandi feður fengnir til að taka þátt og var umfang heila þeirra mælt með segulómunum, bæði fyrir og eftir fæðingu frumburðar þeirra. Til samanburðar voru heilar 17 barnlausra karla einnig mældir.

Meiri skilvirkni


Áhrifin á feðurna eru lítil að magni og formgerð en gætu haft töluvert að segja um atferli og hugsun hins nýbakaða föður. Breytingin er sérstaklega sýnileg í svæðum sem stjórna athygli og samúð og gæti þannig haft áhrif á hæfni feðra til að þekkja og sjá fyrir þarfir barnsins. Minnkun á heilaberki þýðir í raun að heilinn verður þéttari og straumlínulagaðri á þessum svæðum, sem skilar sér í meiri skilvirkni.

Breytingin er sérstaklega sýnileg í svæðum sem stjórna athygli og samúð og gæti þannig haft áhrif á hæfni feðra til að þekkja og sjá fyrir þarfir barnsins.

Tímabilið eftir fæðingu barns er tímabil örra breytinga á lífi foreldra og já heilum þeirra. Fréttablaðið/Getty

Aukin samkennd


Þetta tímabil mætti horfa á sem tímabil örra breytinga þar sem frumum eru fengin ný hlutverk og kenndum, eins og samkennd, fengið meira rými en áður. Nýbakaðir feður læra, ef þessi túlkun er rétt, að þekkja barn sitt og þarfir þess, auk þess að sýna mál- og bjargarlausum einstaklingnum samkennd. Þessar breytingar mældust ekki í barnlausa hópnum sem mældur var til samanburðar.


Hormónar og reynsla


Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á víðtækar breytingar á heilum mæðra. Þær taugafræðilegu breytingar eru taldar stafa af hormónum og styrkja tilfinningatengsl milli móður og barns. En samkvæmt þessari nýju rannsókn virðast alla vega sumar breytinganna einfaldlega verða vegna nýtilkominnar reynslu af foreldrahlutverkinu. En tekið skal fram að hvort tveggja getur að sjálfsögðu verið rétt.

Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á víðtækar breytingar á heilum mæðra. Þær taugafræðilegu breytingar eru taldar stafa af hormónum og styrkja tilfinningatengsl milli móður og barns.

Breytilegar milli þátttakenda


Í tilfelli feðranna eru breytingarnar ekki aðeins minni heldur eru þær jafnframt breytilegri á milli þátttakenda. Samkvæmt höfundi greinarinnar í Cerebral Cortex, stafar það líklega af mismiklu framlagi feðra til foreldrahlutverksins, mismunandi menningarlegu samhengi eða reglum um foreldraorlof. En þar sem rannsóknin er of lítil til að komast að afgerandi niðurstöðu eru þetta enn allt tilgátur.

Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á víðtækar breytingar á heilum mæðra. Þær taugafræðilegu breytingar eru taldar stafa af hormónum og styrkja tilfinningatengsl milli móður og barns. Fréttablaðið/Getty

Áframhaldandi rannsóknir


Rannsakendurnir hyggjast skoða enn betur áhrif menningarlegra þátta á það hvernig heilinn bregst við foreldrahlutverkinu. Víðtækari vitneskja í þessum efnum gæti orðið frábært verkfæri í til að mynda ákvörðunum um lengd og skiptingu foreldraorlofs. Þessar niðurstöður benda alla vega til þess að feður ættu að vera virkir þátttakendur í lífi hvítvoðunga frá fyrsta degi.

Gögnin eru nokkuð skýr, heili karla breytist við barneignir. Nú þarf bara að skilja hvernig – og af hverju.