Að því er fram kemur í svari Landhelgisgæslunnar starfa 18 flugvirkjar hjá stofnuninni.
„Á árinu 2019 var heildarlaunakostnaður vegna þeirra 17 flugvirkja sem þá voru starfandi samtals 462.375.431 krónur. Ef frá eru dregin launatengd gjöld voru meðalheildarlaun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni 1.764.291 krónur á mánuði,“ segir Landhelgisgæslan.

Þá kemur fram að grunnlaun árið 2019 hafi verið að meðaltali á bilinu 501.213 krónur til 1.162.931 krónur og að meðaltali 855.756 krónur. „Heildarlaun án launatengdra gjalda voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 711.465 krónur til 3.171.544 krónur á mánuði og að meðaltali 1.764.478 krónur,“ segir í svarinu.

„Flugvirkjar í áhöfnum (spilmenn) eru á bakvöktum og fá því álagsgreiðslur, yfirvinnugreiðslur og fleira sem hefur áhrif á laun þeirra til hækkunar miðað við flugvirkja sem starfa alla jafna einungis í dagvinnu: Heildarlaun spilmanna án launatengdra gjalda voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 1.061.523 krónur til 2.513.236 krónur á mánuði og að meðaltali 2.039.515 krónur."

„Heildarlaun flugvirkja í dagvinnu í skýli voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 708.466 krónur til 1.036.095 krónur á mánuði og að meðaltali 907.913 krónur. Heildarlaun flugvirkja á skrifstofu (viðhaldsáætlanir) voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 1.472.258 krónur til 2.041.860 krónur á mánuði og að meðaltali 1.667.843 krónur,“ segir í svari Landhelgisgæslu Íslands til Fréttablaðsins.