Heil­brigðis­ráðu­neytið telur sig ekki hafa heimildir til að koma frekar að máli Sæ­var Inga Ör­lygs­sonar, ní­tján ára drengs sem fær ekki stuðning frá Sjúkra­tryggingum Ís­lands til að ljúka með­ferð vegna skarðs í gómi.

Í skrif­legu svari frá upp­lýsinga­full­trúa Heil­brigðis­ráðu­neytisins við fyrir­spurn Frétta­blaðsins segir að ráðu­neytið hafi fengið upp­lýsingar um málið frá Sjúkra­tryggingum en telji sig ekki geta haft að­komu að „um­ræddu ein­stak­lings­máli“.

„Ráðu­neytið bendir á að rísi á­greiningur um grund­völl, skil­yrði eða upp­hæð bóta sem Sjúkra­tryggingar Ís­lands á­kveða er heimilt að kæra þá á­kvörðun til úr­skurðar­nefndar vel­ferðar­mála, sbr. 1. mgr. 36. gr. laga um sjúkra­tryggingar, nr. 112/2008,“ segir í svarinu.

Elín María Óla­dóttir, móðir Sæ­vars, sagði frá máli Sæ­vars í Frétta­blaðinu á mið­viku­dag. Hún segist hafa sent Willum Þór Þórs­syni bréf fyrir jól og fengið þau svör að hann myndi láta starfs­fólk sitt skoða málið. Hún hafði ekki heyrt frá honum síðan.

Fær ekki svör frá Sjúkratryggingum

Sæ­var fæddist með skarð í vör og gómi, van­vöxt í efri kjálka og of­vöxt í neðri kjálka. Hann hefur þurft að undir­gangast að­gerðir frá því hann var sex ára gamall en byrjaði í skoðunum hjá læknum við þriggja ára aldur.

Á þrettán árum hefur Sæ­var komið í um níu­tíu til hundrað heim­sóknir til sér­fræðings í tann­réttingum og átti um tíu til fimm­tán með­ferðir eftir þegar Sjúkra­tryggingar synjuðu hann um stuðning. Elín kærði á­kvörðun Sjúkra­trygginga um að vísa frá beiðni um fram­lengda greiðslu­þátt­töku.

Úr­skurðar­nefndin felldi synjun Sjúkra­trygginga úr gildi þann 10. nóvember síðast­liðinn og lagði fyrir stofnunina að taka mál Sæ­vars aftur til með­ferðar. Brugðust Sjúkra­tryggingar við því mánuði síðar með því að til­kynna drengnum að greiðslur til hans yrðu fram­lengdar út árið 2021, eða í að­eins réttar þrjár vikur til við­bótar, og þver­taka fyrir greiðslur eftir þann tíma.

Sæ­var náði að mæta í þrjár heim­sóknir til við­bótar með fram­lengingunni en náði ekki að klára með­ferðina. Kostar það um tvö hundruð þúsund krónur að ljúka með­ferðinni.

Tann­réttinda­sér­fræðingurinn sótti um fram­lengdar greiðslur frá Sjúkra­tryggingum til að klára með­ferðina en engin svör hafa borist, að sögn Elínar. Frétta­blaðið sendi fyrir­spurn á Sjúkra­tryggingar um málið en svör bárust ekki um leið.