Chloe Midd­let­on, tuttugu og eins árs gömul stelpa, með enga undir­liggjandi sjúk­dóma hefur látist af völdum CO­VID-19, að sögn fjöl­skyldu hennar. Midd­let­on er frá Bucking­hams­hire í Bretlandi og talin vera yngsta heil­brigða manneskjan í Bret­landi sem hefur látist af völdum CO­VID-19. Þetta kemur fram á frétta­vef BBC.

Móðir stelpunnar, Diane Midd­let­on, hvatti fólk til að taka kóronu­veiruna, al­var­lega á face­book í dag. Hún bað alla þá sem halda að kórónuveiran valdi bara venjulegri flensu að endurhugsa afstöðu sína.„Ég tala af eigin reynslu, þessi flensa hefur nú tekið líf tuttugu og eins árs gamlar dóttur minnar,“ segir í færslunni.

Samkvæmt BBC lést 18 ára strákur á spítala í Coventry um helgina eftir að hafa fengið COVID-19. Hann var hins vegar með alvarlegan undirliggjandi sjúkdóm.