Dagur heilags Patreks var haldinn hátíðlegur um heim allan í gær en hátíðin er meðal annars þjóðhátíðardagur Írlands. Heilagur Patrekur er einn af verndardýrlingum Írlands en það var hann sem fékk Íra til þess að taka upp kristna trú á 5. öld.
Á hverju ári ferðast meðal annars forsætisráðherra Írlands til Bandaríkjanna til að færa forseta Bandaríkjanna músasmára. Hefðin byrjaði árið 1952 þegar Harry Truman forseti tók á móti fyrsta músasmáranum frá írska sendiherranum.