Viður­kenningar­há­tíð Fé­lags kvenna í at­vinnu­lífinu var haldin í Gamla bíó í gær við mikinn há­tíð­leika. Ár­lega heiðrar FKA þrjár konur og þeim veittar viður­kenningar fyrir að vera konum í at­vinnu­lífinu hvatning og fyrir­mynd.

Í ár voru það Guð­björg Heiða Guð­munds­dóttir sem hlaut FKA viður­kenningu 2020 fyrir vel unnin störf í þágu at­vinnu­reksturs kvenna eða þeim sem hafa verið konum í at­vinnu­lífinu sér­stök hvatning eða fyrir­mynd. Anna Stefáns­dóttir sem hlaut Þakkar­viður­kenningu FKA 2020 sem er veitt konu fyr­ir eft­ir­­tekt­ar­vert ævi­­starf stjórn­anda í at­vinnu­líf­inu. Þor­björg Helga Vig­fús­dóttir sem hlaut Hvatningar­viður­kenningu FKA 2020 sem er veitt konu í at­vinnu­lífinu fyrir at­hyglis­vert frum­kvæði.

Steinunn Guðjónsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Hildur Árnadóttir og Guðlaug Sigurðardóttir.
Mynd/Aðsend

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, dóms­mála­ráð­herra, flutti erindi á há­tíðinni og var fjöl­breyttur hópur fólks úr ís­lensku at­vinnu­lífi komið saman til þess að heiðra konurnar.

Í dóm­nefndinni í ár sátu þau Þór­dís Lóa Þór­halls­dóttir, for­maður borgar­ráðs og stað­gengill borgar­stjóra. Auk hennar voru þau Páll Matthías­son, for­stjóri Land­spítalans, Margrét Tryggva­dóttir, for­stjóri NOVA, Kristinn Óli Haralds­son (Króli), tón­listar­maður, leikari, á­hrifa­valdur og ræðu­keppandi, Katrín Olga Jóhannes­dóttir, for­maður Við­skipta­ráðs Ís­lands, Hilmar Veigar Péturs­son, fram­kvæmda­stjóri tölvu­leikja­fyrir­tækisins CCP og Guð­björg Matthías­dóttir, út­gerðar- og at­hafna­kona í Vest­manna­eyjum.

Marinó Örn Tryggvason og Katrín Olga Jóhannesdóttir.
Mynd/Aðsend
Steinunn Guðjónsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Hildur Árnadóttir og Guðlaug Sigurðardóttir
Árni Oddur Þórðarsson, Hulda Ragnheiður Árnadóttir Formaður FKA, Andrea Róbertsdóttir Framkvæmdastjóri FKA og Guð­björg Heiða Guð­munds­dóttir sem hlaut FKA viður­kenningu 2020 fyrir vel unnin störf í þágu at­vinnu­reksturs kvenna.