Í­búar í Skar­du í Pakistan kveiktu í kvöld á kertum og lögðu þau á götuna til að heiðra minningu John Snorra Sigur­jóns­sonar, Ali Sadpara og Juan Pablo sem allir eru taldir af á fjallinu K2.

Ekkert hefur spurst til fjallgöngumannanna í tæpar tvær vikur eða frá 5. febrúar síðastliðnum.

Raja Nasir Ali Khan, ferðmálaráðherra Gilgit Baltistan-héraðsins í Pakistan, greindi frá því á Twitter í gær að mennirnir væru taldir af þar sem engin ummerki um þá hafi fundist þrátt fyrir ítarlega leit.

Lína Móey, eigin­kona John Snorra deildi myndunum á Face­book þar sem hún skrifar að „minningu þriggja klifur­bræða“ sé heiðruð í Skar­du.

„Takk fyrir Skar­du, þetta er fal­legt,“ skrifar hún enn fremur.

Farin hefur fram viðamikil leit af mönnunum frá því að þeir týndust og hafa þyrlur, flugvélar og reyndir fjallgöngumenn aðstoðað við leitina. Ekkert hefur þó komið upp úr krafsinu og engar vísbendingar um staðsetningu mannanna hafa komið upp á yfirborðið.