Heið­mörk stækkar í sumar um 74 hektara. Í til­kynningu kemur fram að Skóg­ræktar­fé­lag Reykja­víkur og Garða­bær hafi síðasta fimmtu­da­bg gert þjónustu­samning um á­fram­haldandi sam­starf, sem einnig felur í sér stækkun frið­landsins.

Svæðið sem nú bætist við Heið­mörk er í landi Garða­bæjar og liggur milli Heið­merkur og frið­lýsts svæðis Búr­fells.

Í til­kynningunni kemur fram að svæðið sé í ná­grenni Kol­hóls sem að miklu leyti ó­gróið og stefnir Skóg­ræktar­fé­lag Reykja­víkur að því að vinna að bæði upp­græðslu og skóg­rækt þar. Svæðið er sagt illa farið. Það hafi verið friðað fyrir beit í nokkra ára­tugi en hafi illa náð að gróa saman.

Starfs­menn Skóg­ræktar­fé­lags Reykja­víkur fara um svæðið á næstunni til að meta hvernig best er að haga upp­græðslunni. Tals­verðir mögu­leikar felast í upp­græðslu og skóg­rækt á svæðinu og upp­byggingu úti­vistar­svæða.

Mikil um­ferð í Heið­mörk og við Búr­fell

Frið­landið í Heið­mörk hefur verið sér­stak­lega mikið notað til úti­vistar undan­farið eitt og hálft ár, vegna heims­far­aldurs CO­VID og sam­komu­tak­markana og kemur fram í til­kynningunni að miðað við göngu­t­eljara hafi um fjögur eða fimm þúsund manns farið um Búr­fells­gjá mánaðar­lega í mars, apríl og maí.

Nánar á vef Skóg­ræktar­fé­lags Reykja­víkur.

Nýja svæðið á korti.
Mynd/Skógræktarfélag Reykjavíkur
Bílastæðið við Búrfellsgjánna hefur verið vel nýtt.
Mynd/Skógræktarfélag Reykjavíkur