Kosning til formanns Sam­bands ís­lenskra sveitar­fé­laga hófst á há­degi í dag og stendur í tvær vikur. Þær Heiða Björg Hilmis­dóttir og Rósa Guð­bjarts­dóttir sækjast báðar eftir em­bættinu en Heiða Björg er borgar­full­trúi Sam­fylkingarinnar og vara­for­maður flokksins og Rósa er odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins í Hafna­firði og bæjar­stjóri þar.

Nú­verandi for­maður sam­bandsins er Al­dís Haf­steins­dóttir sem einnig er í Sjálf­stæðis­flokknum en hún er fyrsta konan til að sinna em­bættinu. Hún tók við því af Hall­dóri Hall­dórs­syni sem sinnti em­bættinu í tólf ár. Hann er einnig úr Sjálf­stæðis­flokknum.

„Ég á­kvað að gefa kost á mér sem for­maður stjórnar Sam­bands ís­lenskra sveitar­fé­laga vegna þess að ég brenn fyrir eflingu sveitar­stjórnar­stigsins og tel mig hafa þá reynslu og þekkingu sem til þarf. Í góðu sam­starfi við sveitar­stjórnar­fólk um land allt getum við eflt sam­bandið, sem á að vera í farar­broddi í hags­muna­gæslu og stefnu­mótun fyrir sveitar­stjórnar­stigið í heild sinni,“ segir Heiða Björg í kynningu sem fylgir fram­boði hennar á vef sam­bandsins.

„Ég býð mig fram sem for­mann Sam­bands ís­lenskra sveitar­fé­laga og óska eftir þínum stuðningi. Verk­efni sam­bandsins eru fjöl­breytt og sí­fellt nýjar á­skoranir sem við sveitar­stjórnar­fólk þurfum að takast á við. Tel ég að reynsla mínir og kraftar muni nýtast vel í þágu allra sveitar­fé­laga landsins og mun ég leggja mig alla fram um að starfa vel að hags­muna­málum þeirra,“ segir Rósa í kynningu sinni.

Nánar hér á vef sambandsins.