Kristín I. Pálsdóttir hefur lagt fram vantrauststillögu á stjórn Ferðafélags Íslands en félagsfundur er á morgun. Kristín er félagi í félaginu og framkvæmdastjóri Rótarinnar en á vef Stundarinnar er grein eftir Kristínu þar sem hún greinir frá vantrauststillögunni.

Þar kemur fram að hún hafi síðustu átt í bréfaskiptum við núverandi forseta félagsins eftir að hún sendi þeim spurningar sem vörðuðu varða áreitnis- og ofbeldismál og úrvinnslu þeirra innan félagsins.

„Þau kusu að boða mig á fund í stað þess að svara spurningunum skriflega, sem mér hefði þótt eðlilegra, og mætti ég forseta og framkvæmdastjóra á fundi í gær,“ segir Kristín í grein sinni og að eftir þann fund hafi hún ákveðið að leggja fram vantrauststillöguna á stjórnina og framkvæmdastjórnina.

Á vef Stundarinna er einnig birt bréf sem hún sendi þeim þar sem hún segir að á fundi þeirra hafi hún skynjað að stjórnin og framkvæmdastjórnin geri sér ekki almennilega grein fyrir því „hversu alvarlegt er að taka kvartanir um áreitni og ofbeldi ekki alvarlega.“

Mikið hefur verið fjallað um málefni félagsins eftir að síðasti formaður félagsins, Anna Dóra Sæþórsdóttir, sagði af sér vegna vitneskju um slík mál innan félagsins og að illa hafi verið brugðist við þeim.