Helgi Hrafn Gunnars­son, þing­maður Pírata, sagðist ekki hafa á­hyggjur af því að Sigurður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveitar­stjórnar­ráð­herra, muni beita á­kvæða í lögum til að stöðva fjar­skipti á Ís­landi. Heimildin sé hins vegar til staðar í gildandi lögum á „ó­friðar­tímum“ og taldi Helgi rétt að skil­greina það hug­tak betur svo stjórn­mála­menn fram­tíðarinnar gætu ekki beitt því eftir eigin vilja.

Helgi Hrafn gerði valda­rán hersins í Mjanmar að um­tals­efni á Al­þingi í dag og rifjaði þar upp hvernig herinn fór að slökkva og kveikja á Inter­netinu til að koma í veg fyrir „ó­æski­leg sam­skipti“ að þeirra mati.

„Þá hefur það vakið at­hygli okkar að í gildandi lögum er á­kvæði sem heimilar ís­lenskum yfir­völdum að að stöðva fjar­skipti á ó­friðar­tímum og við að garfa í lög­skýringar­gögnum, þá verð ég að segja alla vega fyrir þann sem hér stendur að það er frekar ó­ljóst ná­kvæm­lega hvernig ó­friðartímar séu skil­greindir, sér í lagi núna í seinni tíð. Sömu­leiðis þá er hefur orðið sú breyting á sam­fé­laginu okkar síðan þessi þetta á­kvæði var upp­runa­lega sett á sínum tíma, að fjar­skipti varða miklu stærri hluta og víð­feðmari hluta af lífi okkar heldur en áður með til­komu Inter­netsins,“ sagði Helgi Hrafn á Alþingi í dag.

„Þetta eru ekki bara sími, út­varp og þess háttar heldur meira eða minna allt sem við gerum í lífinu og mun ríkara inn­gripi í dag heldur en áður var á sínum tíma,“ bætti hann við.

Sam­bæri­legt á­kvæði er að finna í frum­varpi sem Al­þingi hefur til um­fjöllunar í um­hverfis- og sam­göngu­nefnd og utan­ríkis­mála­nefnd frá sam­göngu- og sveitar­stjórnar­ráð­herra. Á­kvæðið er byggt á sömu lög­skýringar­gögnum og eldra á­kvæði.

„Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort hæstvirtur ráð­herra hafi hugsað út í það hvort það sé á­stæða til að endur­skoða þetta á­kvæði, þessa heimild, sér í lagi með til­liti til þess hlut­verks sem Inter­netið spilar í sam­fé­laginu í dag en sömu­leiðis kannski til þess hvað hug­takið ó­friðar­á­stand getur þýtt í nú­tíma­sam­fé­lagi,“ spurði Helgi Hrafn.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Ákvæðið til staðar til að verja Ísland frá ytri ógn

Sigurður Ingi sagði á­standið í Mjanmar væri tals­vert ó­líkt á­standinu á Íslandi en var sam­mála Helga Hrafni um að­gangurinn að Inter­netinu og sam­skipti ein­stak­linga og fyrir­tækja væri orðin mun víð­tækari.

„Það er hins vegar þannig að við sem her­laus þjóð höfum kannski frekar haft á­hyggjur af því að hingað kæmu aðilar sem myndu beita þessum tækjum okkar til þess að dreifa sínum á­róðri og loka fyrir annað og þá er kannski nauð­syn­legt fyrir okkur sem þjóð að geta brugðist við og varist slíkri ógn að utan,“ sagði Sigurður Ingi.

„Ég held að ég og hæstvirtur þing­maður hljótum að deila þeirri skoðun að þurfum ekki að óttast að það gerist innan frá eins og í her­veldinu Mjanmar sem hefur í­trekað tekið völdin af lýð­ræðis­lega kjörnum stjórn­völdum. Þannig að ég lít svo á að við séum með þessum á­kvæðum að að tryggja okkar stöðu gagn­vart ytri ógn,“ sagði Sigurður Ingi.

Sigurður Ingi taldi réttast að þing­nefndir myndu leggjast ofan í það að skil­greina betur í greinar­gerð hvað „ó­friðar­tímar“ væru. „Þannig að menn óttist ekki að það sé eitt­hvert þarna tæki fyrir ein­hver undar­leg stjórn­völd fram­tíðarinnar að beita. Ég óttast það ekki. Ég lít miklu frekar á að þetta sé varnar­tæki fyrir okkur gagn­vart utan­að­komandi ógn,“ sagði Sigurður Ingi.

Myndi búsáhaldabyltingin teljast ófriðartími?

Helgi Hrafn svaraði á þá leið að hann hefði ekki á­hyggjur af því að sam­göngu­ráð­herra myndi beita þessu á­kvæðu í bráð en hins vegar verður „hið ó­hugsandi mjög hratt hugsandi“ þegar komast til valda stjórn­völd sem sem eru reiðu­búin til að mis­nota svona völd.

„Þá þarf ekki að leita langt og þarf ekki að leita alla leið til Mjanmar til að finna slík dæmi. Það komast af og til til valda með lýð­ræðis­legum hætti eða alla vega sam­kvæmt því lýð­ræðis­kerfi sem eru við lýði hverju sinni stjórnvöld sem misnota völd sín,“ sagði Helgi og nefndi þar Banda­ríkin, Pól­land og Ung­verja­land sem dæmi.

„Það er alltaf skýringin fyrir svona á­kvæðum að innra ríki sé að verjast er­lendri árás en mögu­leiki er fyrir hendi,“ bætti hann við.

Helgi taldi nauð­syn­legt að skýra hug­takið ó­friðar­tímar betur í reglu­gerð þar sem það gæti allt eins átt við bús­á­halda­byltinguna eða hryðju­verka­stríðið í Írak eins og það stendur núna.

„Það eru margar leiðir til að kalla eitt­hvað ó­friðar­á­stand. Ef viljinn er fyrir hendi hjá yfir­völdum þá finnst mér mikil­vægt að við séum með sem minnst af á­kvæðum sem heimila vondum stjórn­völdum að mis­nota slíkar.

Sigurður Ingi tók að lokum undir með Helga og sagði það vissu­lega mögu­legt að já­kvæð, skyn­söm stjórn­völd verða alltaf við lýði á Ís­landi. Hann tók einnig undir með þing­manninum að það væri skyn­sam­legt að skil­greina á­kvæðið betur í greinar­gerð svo ekki væri hægt að túlka það eftir vilja hvers á eins á hverjum tíma.