Úr­skurðar­nefnd um­hverfis- og auð­linda­mála hefur hafnað kröfu land­eig­enda á Óttars­stöðum í Hafnar­firði um að starfs­leyfi Um­hverfis­stofnunar til Ísal frá 2021 verði ó­gilt.

Úr­skurðar­nefndin féllst hins vegar á að fella úr gildi þann hluta á­kvörðunarinnar sem sneri að stækkun ál­versins úr 212 þúsundum í 460 þúsund tonn af áli vegna þess að byggt væri á of gömlu um­hverfis­mati.

Bjarni Már Gylfa­son, upp­lýsinga­full­trúi Ísal, segir úr­skurðinn ekki hafa á­hrif á nú­verandi starf­semi Ísal, enn sé verið að yfir­fara úr­skurðinn og meta.