Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu landeigenda á Óttarsstöðum í Hafnarfirði um að starfsleyfi Umhverfisstofnunar til Ísal frá 2021 verði ógilt.
Úrskurðarnefndin féllst hins vegar á að fella úr gildi þann hluta ákvörðunarinnar sem sneri að stækkun álversins úr 212 þúsundum í 460 þúsund tonn af áli vegna þess að byggt væri á of gömlu umhverfismati.
Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Ísal, segir úrskurðinn ekki hafa áhrif á núverandi starfsemi Ísal, enn sé verið að yfirfara úrskurðinn og meta.