Mat­væla­ráð­herra hefur á­kveðið að heimila inn­flutning hunda og katta í eigu flótta­fólks frá Úkraínu til Ís­lands. Tekið verður við um­sóknum frá og með 30. maí og er áætlað að taka við dýrunum í fyrri hluta júní­mánaðar. Þetta kemur fram á heima­síðu Mat­væla­stofnunar.

Mat­væla­stofnun hefur fengið tölu­vert af fyrir­spurnum vegna inn­flutnings gælu­dýra frá Úkraínu, en talið er að allt að 10 prósent flótta­fólks frá Úkraínu hafi haft gælu­dýr sín með­ferðis.

Lang­flest ríki Evrópu­sam­bandsins hafa brugðist við með þeim hætti að veita undan­þágur frá skil­yrðum vegna inn­flutnings gælu­dýra. Að fenginni um­sögn Mat­væla­stofnunar hefur Svan­dís Svavars­dóttir, mat­væla­ráð­herra, tekið á­kvörðun um að heimila inn­flutning hunda og katta fólks á flótta frá Úkraínu.

Reglu­gerð hefur nú verið gefin út og kveður hún á um sér­stakar á­hættu­minnkandi að­gerðir til að draga úr líkum á að smit­sjúk­dómar berist til landsins. Við komu til landsins munu gælu­dýrin þurfa allt að fjögurra mánaða ein­angrun og við lok ein­angrunar skulu þau hafa staðist öll inn­flutnings­skil­yrði líkt og um hefð­bundinn inn­flutning gælu­dýrs væri að ræða.

Úkraínskir dýra­eig­endur hafa verið hvattir til þess að hefja undir­búning inn­flutnings dýra sinna ytra með ör­merkingum, bólu­setningum og sýna­tökum. Fjöldi rýma í ein­angrunar­stöð er tak­markaður og því er sett skil­yrði að sækja um og fá út­hlutað inn­flutnings­leyfi áður en gælu­dýrið er flutt til landsins.

Þá verður ein­angrun, læknis­með­ferð og aðrar ráð­stafanir sem nauð­syn­legar eru til þess að dýrið upp­fylli inn­flutnings­skil­yrði flótta­fólki að kostnaðar­lausu.