Íbúi á Seltjarnarnesi hefur stofnað undirskriftalista til þess að reyna draga úr hraðakstri á Nesvegi á Seltjarnarnesi. Hann hefur áhyggjur af öryggi barna sinna, sem og öðrum gangandi vegfarendum.
Steingrímur Arason, íbúi á Seltjarnarnesi segir í samtali við Fréttablaðið að aukin hraðakstur á Nesveginum sé ástæðan fyrir undirskriftalistanum.
„Aukin hraðakstur á Nesveginum eftir að hraðahindranirnar voru teknar eru ástæðan fyrir þessum undirskriftalista. Það eru engar aðgerðir á veginum til þess að stöðva hraðakstur hjá þeim sem kjósa að gera það, þó að flestir aki innan löglegra marka,“ segir Steingrímur.
Hann finnur fyrir miklum stuðning og telur að margir séu sammála honum um að eitthvað þurfi að gera. Þega fréttin er skrifuð hafa 60 manns skrifað undir undirskriftalistann.
Steingrímur telur þetta vera öryggismál og hefur hann áhyggjur af gangandi vegfarendum á svæðinu.
"Ég hef fyrst og fremst áhyggjur af börnunum mínum, en að öðrum auðvitað í leiðinni. Ég labba alltaf eftir Nesveginum með stráknum mínum í leikskólann. Gangstéttirnar eru mjög mjóar og maður er gjörsamlega ofan í veginum. Það þarf ekki mikið að gerast til þess að það fari mjög illa,“ segir Steingrímur sem er með einföld skilaboð til bæjarstjórnar Seltjarnarnes.
„Skoðið málið vel og farið í endurbætur.“