Íbúi á Sel­tjarnar­nesi hefur stofnað undir­skriftalista til þess að reyna draga úr hrað­akstri á Nes­vegi á Sel­tjarnar­nesi. Hann hefur á­hyggjur af öryggi barna sinna, sem og öðrum gangandi veg­far­endum.

Stein­grímur Ara­son, íbúi á Sel­tjarnar­nesi segir í sam­tali við Frétta­blaðið að aukin hrað­akstur á Nes­veginum sé á­stæðan fyrir undir­skriftalistanum.

„Aukin hrað­akstur á Nes­veginum eftir að hraða­hindranirnar voru teknar eru á­stæðan fyrir þessum undir­skriftalista. Það eru engar að­gerðir á veginum til þess að stöðva hrað­akstur hjá þeim sem kjósa að gera það, þó að flestir aki innan lög­legra marka,“ segir Stein­grímur.

Hann finnur fyrir miklum stuðning og telur að margir séu sam­mála honum um að eitt­hvað þurfi að gera. Þega fréttin er skrifuð hafa 60 manns skrifað undir undir­skriftalistann.

Stein­grímur telur þetta vera öryggis­mál og hefur hann á­hyggjur af gangandi veg­far­endum á svæðinu.

"Ég hef fyrst og fremst á­hyggjur af börnunum mínum, en að öðrum auð­vitað í leiðinni. Ég labba alltaf eftir Nes­veginum með stráknum mínum í leik­skólann. Gang­stéttirnar eru mjög mjóar og maður er gjör­sam­lega ofan í veginum. Það þarf ekki mikið að gerast til þess að það fari mjög illa,“ segir Stein­grímur sem er með ein­föld skila­boð til bæjar­stjórnar Sel­tjarnar­nes.

„Skoðið málið vel og farið í endurbætur.“