Joe Biden, sem tekur við for­seta­em­bættinu í Banda­ríkjunum af Donald Trump næsta mið­viku­dag, er sagður ætla að vinda ofan af ýmsum til­skipunum og reglu­gerðum frá­farandi for­setans um leið og hann tekur form­lega við em­bættinu.

Meðal þess sem Biden vill koma sem fyrst í gegn er að af­létta um­deildu ferða­banni Trumps, sem komur fólks frá ýmsum ríkjum þar sem múslimar skipa meiri­hluta íbúa, og að koma Banda­ríkjunum aftur inn í Parísar­sam­komu­lagið.

Verður auðveldara að öðlast ríkisborgararétt

Biden hefur þegar gert grein fyrir á­formum sínum um að koma frum­varpi í gegnum þingið sem mun auð­velda inn­flytj­endum í Banda­ríkjunum að öðlast ríkis­borgara­rétt. Einnig hefur hann sagst ætla að leggja fram frum­varp um nýjan að­gerða­pakka til spyrna við efna­hags­legum á­hrifum heims­far­aldursins í Banda­ríkjunum, upp á 1.900 Banda­ríkja­dali. Demó­kratar hafa ný­lega tryggt sér meiri­hluta í þinginu.

Þá hefur Biden einnig í hyggju að gera nýjan kjarn­orku­samning við Íran, koma í veg fyrir að hægt verði að gera heimili skuldugra upp­tæk og bera fólk út sem hefur komið illa út úr far­aldrinum og loks koma á grímu­skyldu á al­manna­færi.

Í um­fjöllun sinni um fyrir­ætlanir til­vonandi for­setans vitnar The Guar­dian í minnis­blað Ron Klains, sem verður nýr starfs­manna­stjóri Hvíta hússins þegar Biden tekur við em­bætti. „Þessar að­gerðir munu breyta bar­áttunni við Co­vid-19, sporna gegn lofts­lags­á­hrifum, einnig kyn­þátta­for­dómum og bæta stöðu ýmissa minni­hluta­hópa og endur­byggja hag­kerfið,“ segir í minnis­blaðinu.

Ekki er minnst minnst á nein á­form um að taka aftur upp sam­starf við Al­þjóða­heil­brigðis­stofnunina í minnis­blaðinu. Trump sleit því sam­starfi á síðasta ári. Áður hafði teymi Bidens þó nefnt það sem eitt af for­gangs­verk­efnum hans.