Fulltrúardeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt að hefja umræður um að kæra Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta til embætissmissins fyrir að hvetja til uppreisnar (e. incitement of insurrection).

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, mun ávarpa þingið og hefja umræðurnar sem munu standa yfir í tvo tíma. Full­trúa­deildin mun svo greiða atkvæði um það hvort Trump verður á­kærður fyrir em­bættis­glöp í annað sinn.

Búist er við því að allir Demókratar greiði atkvæði með því að kæra forsetann og hafa nokkrir flokksbræður Donalds Trump, þar á meðal Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana innan öldungadeildarinnar, lýst því yfir að þeir séu hlynntir því að Trump verði ákærður til embættismissis. Ef full­trúa­deild Banda­ríkja­þings á­kveður að kæra Trump fyrir em­bættis­glöp fara réttar­höldin fram í öldunga­deildinni.

Staðan er sérstök eftir árásina á þinghúsið í byrjun ársins en líkt og má sjá á myndinni hér fyrir neðan hefur nú herinn tekið sér stöðu til að verja fulltrúa þingsins í Washington D.C. Eftir langar vaktir hafa þeir lagt sig á gólfinu.

Demókrar kröfðust þess að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, myndi virkja ákvæði í 25. viðauka stjórnarskrár um að víkja forsetanum úr embætti vegna þess að hann er ekki lengur hæfur til þess að gegna embættinu. Pence hafnað þessu formlega í nótt.

Joe Biden og Kamala Harris verða sett í embætti forseta og varaforseta þann 20. janúar næstkomandi.