Að­gerðar­hópurinn Extinction Rebellion mun næst tvær vikur mót­mæla í Lundúnum vegna lofts­lags­breytinga en mót­mælin fara fram undir heitinu „Impossi­ble Rebellion“ og hófust í morgun.

Um er að ræða fimmtu stóru mót­mæli Extinction Rebellion og er mark­miðið að fá bresk yfir­völd til að hætta að fjár­festa í jarð­efna­elds­neyti en mót­mælin munu halda á­fram þar til því mark­miði er náð.

Að því er kemur fram í frétt Sky News um málið söfnuðust mót­mælendur saman á Trafalgar torgi í morgun þar sem einn af stofn­endum hópsins, Gail Bradbrook, var með opnunar­á­varp en hann lýsti yfir stuðningi við lönd sem hafa lent hvað verst í lofts­lags­vánni.

Lög­reglan í Lundúnum hefur gefið það út að hún muni fylgjast náið með mót­mælunum til að þau fari ekki úr böndunum. Að­stoðar­lög­reglu­stjórinn segir alla skilja að um mikil­vægt mál­efni sé að ræða en það þurfi að tryggja að líf annarra verði ekki raskað vegna mót­mælanna.