Í undir­­búningi er að prófa CO­VID-19 bólu­efni AstraZene­­ca og Ox­­ford-há­­skóla á börn. Sjálf­­boða­liðarnir, um þrjú hundruð börn á aldrinum sex til 17 ára, taka þátt í til­­rauninni sem hefst síðar í mánuðinum. Mark­miðið er að kanna hvort það veiti börnum betri vörn gegn veirunni. Nú þegar eru hafnar rann­­sóknir með bólu­efnið á börnum á aldrinum 16 til 17 ára sam­kvæmt frétt breska ríkis­út­varpsins BBC.

Um 240 börn munu vera bólu­­sett og 60 fá sprautu með bólu­efni gegn heila­himnu­bólgu til saman­burðar. Sjálf­­boða­liðarnir koma úr ná­grenni fjögurra breskra há­­skóla sem taka þátt í til­­rauninni og þurfa börnin að svara stuttum spurninga­lista til að geta tekið þátt í til­rauninni. Bólu­efni AstraZene­­ca og Pfizer eru þau bólu­efni sem bresk stjórn­völd hafa á­­kveðið að nota gegn CO­VID-19.

Andrew Pollard, prófessor í ó­­­­­næmi og smit­­­sjúk­­­dómum barna, fer fyrir til­­­rauninni segir flest börn sleppa frekar vel undan CO­VID-19 smiti og ó­­­lík­­­legt er að þau veikist al­var­­­lega. Hann segir engu að síður mikil­­­vægt að komast að því hver ó­­­­­næmis­við­­­brögð þeirra verði og hvort­ að öruggt sé að bólu­­­setja þau. Hins vegar stendur ekki tl að bólu­­­setja þá sem yngri eru en 18 ára gegn CO­VID-19 í Bret­landi.

Einungis er heimilt þar í landi að bólu­­setja þá sem eru 16 ára og eldri með bólu­efni Pfizer, jafn­vel þó að börnin glími við vanda­­mál sem skert geti ó­­­næmis­­kerfi þeirra. Fyrr í vikunni sagði Jon­a­t­han Van-Tam, prófessor og að­­stoðar­land­­læknir Bret­lands, að nokkrar til­­raunir væru þegar í gangi með að þróa bólu­efni gegn CO­VID-19 fyrir börn og mögu­­legt væri að veitt yrðu markaðs­­leyfi fyrir slíkum bólu­efnum fyrir lok árs.

Barna­­lækninga­­deild Royal College segir að vís­bendingar séu um að CO­VID-19 geti valdið börnum skaða en dánar­tíðni þeirra sé mun lægri en hjá þeim sem eldri eru.