Björgunar­sveitar­fólk í sam­starfi við lög­regluna á Suður­landi stefnir að því að hefja leit að týnda ferða­manninum að nýju á morgun, við og á Þing­valla­vatni. Þetta stað­festir Sveinn Kristján Rúnars­son, yfir­lög­reglu­þjónn á Suður­landi, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Eins og fram hefur komið telur lög­reglan yfir­gæfandi líkur á að maðurinn hafi fallið út­byrðis úr kajak sínum á laugar­daginn var. Maðurinn heitir Björn Debecker og er belgískur verk­fræðingur og mikill ferða­á­huga­maður.

Á morgun er stefnt að því að leita á vatninu sjálfu með bátum og þá verður einnig farið með­fram ströndinni.

Kafara­sveit frá Em­bætti Ríkis­lög­reglu­stjóra hefur kannað mögu­leika á því að kafa að inn­taki Stein­gríms­stöðvar og verður það reynt á fimmtu­dag ef veður leyfir.