Nan­cy Pelosi, for­seti full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings, opin­beraði á­ætlanir Demó­krata til að fjar­lægja Donald Trump Banda­ríkja­for­seta í bréfi til þingmanna fulltrúadeildarinnar í gærkvöldi. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Full­trúa­deildin mun í dag kjósa um þings­á­lyktun sem kallar eftir því að Mike Pence, vara­for­seti Banda­ríkjanna, komi Trump frá völdum. Í þingsályktuninni er Pence hvattur til að virkja 25. grein stjórnar­skrárinnar, kalla ríkisstjórnina saman og víkja Trump úr embætti. Pence yrði þá forseti Bandaríkjanna þangað til Biden tæki við eftir 9 daga.

Ef það gengur ekki upp mun þingið leggja til form­lega kæru gegn Trump fyrir að hafa hvatt til upp­reisnar er stuðnings­menn hanns réðust á Banda­ríkja­þing. Búist er við því að fyrsta kosningin fari fram í dag

James Clyburn hátt­settur þing­maður Demó­krata sagði við CNN fyrr í síðustu viku að full­trúa­deildin muni kjósa um það hvort Trump verður á­kærður fyrir em­bættis­glöp í þessari viku. Ef full­trúa­deildin á­kærir Trump fara réttar­höldin fram í öldunga­deild Banda­ríkja­þings en Clyburn segir að rétt­höldin yrðu ekki sett á dag­skrá þingsins fyrr en eftir 100 daga af em­bættis­tíð Joe Biden.

Trump hefur ekkert tjáð sig opin­ber­lega síðan hann var bannaður á sam­fé­lags­miðlum.

Þá bættust tveir öldunga­deildar­þing­menn Repúblikana­flokksins bættust í hóp þeirra sem vilja að Trump segi af sér fyrir valda­skiptin í gær.

Sam­kvæmt AP frétta­veitunni vilja öldunga­deildar­þing­mennirnir Pat Too­mey frá Penn­syl­vaníu og Lisa Mur­kowski frá Alaska að for­setinn lýsi yfir af­sögn og láti sig hverfa.