Þjóðarflugfélag Tékklands, Czech Airlines, tilkynnti í gær að á næstu vikum myndi hefjast beint flug til fimm nýrra áfangastaða, þar á meðal til Íslands.

Flugfélagið er að hefja starfsemi eftir að hafa sótt um gjaldþrotaskipti í febrúar, en flogið verður frá Prag.

Tékkneska flugfélagið var með áætlunarflug til Íslands síðasta sumar og áætlar að hefja flug til Íslands þann 1. maí næstkomandi.

Samkvæmt áætlunum flugfélagsins verða fjögur flug til Íslands á viku en farþegar þurfa að sýna fram á neikvætt PCR-próf fyrir innritun.