Engin ný mislingatilfelli hafa greinst frá 20. mars. Þá var sjöunda tilfellið staðfest hér á landi á skömmum tíma. Enn eru að greinast einstaklingar með væg einkenni eftir bólusetningu. Þessir einstaklingar eru ekki smitandi og er því ekki talin þörf á að þau séu í einangrun.

Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að í sam­ræmi við nýjustu upp­lýsingar fari að líða að því að bólu­setningar­á­takið sem sett var af stað í kjöl­far mis­linga­smitanna verði endur­skoðað og að farið verði aftur að sinna hefð­bundinni bólu­setninga barna við 18 mánaða og 12 ára aldur. 

„Það fer að líða því. Það er búið að bólu­setja ansi marga og það hafa ekki komið nein nú raun­veru­leg til­felli af mis­lingum. Vegna þess að það er fylgst svo náið með þá er líka verið að prófa þá sem hafa verið bólu­settir áður og eru hugsan­lega út­settir og hafa verið með ein­hver ein­kenni. En við erum ekki með nein raun­veru­leg ný til­felli, þannig ég held við getum farið að slaka á þessum hörðu leið­beiningum,“ segir Þór­ólfur.

Fyrir viku síðan var greint frá því að 66 ein­staklingar væru í heima­sótt­kví. Þór­ólfur var ekki viss hversu margir væru enn í sótt­kví en taldi lík­legt að fólkið myndi losna bráð­lega þar sem að þriggja vikna sótt­kví, miðað við fyrstu smit, væri senn lokið.

„Tíminn er að líða frá síðasta smiti og þá fer fólk að sleppa á næstu dögum. Það fer að líða undir lok,“ segir Þór­ólfur.

Hann segir að þótt ekki hafi greinst fleiri smit, þá þurfum við alltaf að vera á tánum. 

„Við hrósum happi í bili. Maður veit aldrei hvað það verður lengi. Við þurfum að vera á tánum. Þetta er ekkert endan­legt verk­efni, þetta er ei­lífðar­verk­efni. Þetta er á­minning um að halda vöku sinni,“ segir Þór­ólfur að lokum.

Tilkynning embættis landlæknis.