Það verða 90.000 skammtar af bólu­efni gegn ár­­legri in­­flúensu til­­búnir til af­hendingar frá og með 13. septem­ber næst­komandi. Bólu­efnið verður notað í bólu­­setningum veturinn 2022 og 2023 sam­­kvæmt til­­­kynningu frá Em­bætti land­­læknis.

Í ár var pantað minna bólu­efni en áður þar sem ó­­­notuðum skömmtum var fargað í vor.

Búist er við að bólu­­setningar hefjist 15. septem­ber næst­komandi og verður dreifingu for­­gangs­raðað til heil­brigðis­stofnana og hjúkrunar­heimila. Aðrir sem fá út­hlutað bólu­efni, meðal annars þeir sem sinna vinnu­­staða­bólu­­setningum fá það í októ­ber.

Sótt­varna­læknir mælist til að eftir­­taldir á­hættu­hópar njóti for­­gangs við inflúensu­bólu­­setningar:
• Allir ein­staklingar 60 ára og eldri.
• Öll börn og full­orðnir sem þjást af lang­vinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrar­­sjúk­­dómum, sykur­­sýki, ill­kynja sjúk­­dómum og öðrum ó­­­næmis­bælandi sjúk­­dómum.
• Barns­hafandi konur.
• Heil­brigðis­­starfs­­menn sem annast ein­stak­linga í á­hættu­hópum sem taldir eru upp hér að ofan.