Fimm einstaklingar af átta sem tóku ákvörðunina fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins samþykktu að veita Sinovac markaðsleyfi fyrir sex ára og eldri.

Tveir þeirra vildu draga mörkin við tólf ára aldur en einn einstaklingur sat hjá í atkvæðagreiðslunni.

„Markmiðið er að hefja bólusetningar á börnum yngri en tólf ára í septembermánuði,“ sagði Paula Daza, ritari heilbrigðisráðuneytisins í Síle þegar þetta var tilkynnt.

Bólusetning gengur vel í Síle en tveir þriðju þeirra sem hafa þegið bólusetningu í Síle hafa fengið Sinovac sem kemur frá Kína.