Breska lággjaldaflugfélagið Jet 2 tilkynnti í gær að flugfélagið muni bjóða upp á tvær ferðir á viku frá Newcastle og Leeds til Íslands.

Samkvæmt tilkynningu flugfélagsins hefst flug síðar í þessum mánuði og verða tvö flug á viku frá báðum áfangastöðum.

Flugtímabilið er frá september fram í nóvember og hefst að nýju í mars og stendur yfir í tvo mánuði.

Þá mun félagið einnig bjóða upp á stakar ferðir frá Belfast, Bristol, Edinborg, Birmingham, Glasgow og Manchester til Íslands.

Jet 2 er eitt af stærstu flugfélögum Bretlands og er með 95 flugvélar í flota sínum. Flugfélagið býður upp á flug á 82 áfangastaði og er með bækistöðvar víða í Bretlandi ásamt því að vera með bækistöðvar á Spáni.