Innlent

„Hefði ekki tekið við þessu nema að ég treysti mér“

​Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir kveðst þakka það traust sem henni hefur verið sýnt með því að taka við dóms­mála­ráðu­neytinu. Segir dómsmálin vera hennar málaflokk tímabundið og Landsréttarmálið í forgangi.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mætir á ríkisráðsfund klukkan 16.

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir kveðst þakka það traust sem henni hefur sýnt en hún var í dag skipuð dómsmálaráðherra tímabundið. Ríkis­stjórn Ís­lands mætti til fundar með for­seta Ís­lands á Bessa­stöðum klukkan 16. 

„Ég hefði ekki tekið við þessu nema að ég treysti mér í verkið,“ sagði Þór­dís við fjöl­miðla fyrir utan Bessa­staði. Hún fer nú með em­bætti dóms-, ferða­mála-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra. 

Hún segist til­búin að takast á við verk­efnið en býst við því að tími hennar yfir dóms­málunum verði til skemmri tíma, líkast til nokkurra vikna. 

Það verði í for­gangi að leysa þá flækju sem upp er komin vegna skipunar dómara við Lands­rétt. Hún hafi ekki hugsað um önnur mál ráðu­neytisins enda líti hún ekki á það sem sitt til fram­tíðar. 

Að­spurð hver staða Lands­réttar verði í næstu viku sagðist hún ekki vilja tjá sig um það. Lands­réttur þurfi að svara því hvort störf dómara haldi á­fram í næstu viku og þá með hvaða hætti.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Bóka­út­gef­endum blöskrar hljóð­bóka­sprenging

Innlent

Lilja lítur fjarvistir alvarlegum augum

Innlent

Hættir sem for­maður: „LÍV og VR hafa ekki átt sam­leið“

Auglýsing

Nýjast

Örlög Karadzic ráðast í dag

Á­rásar­maðurinn undir­búið árás á þriðja skot­markið

Vill að heims­byggðin berjist gegn ras­isma

Grunsamlegur maður kíkti inn í bifreiðar

Gul viðvörun norðvestantil í dag

Brexit gæti tafist um allt að tvö ár

Auglýsing