Starfs­fólk Lyfju hefði getað spáð fyrir um aukningu barn­eigna á árinu vegna gríðar­leg aukninga á sölu þungunar­prófa á tímum sam­komu­tak­markanna. Þetta segir Karen Ósk Gylfa­dóttir, sviðs­stjóri markaðs­mála og staf­rænna lausna hjá Lyfju, í frétt sem birtist í Morgun­blaðinu í morgun.

Karen segir neyslu­mynstur Ís­lendinga hafa breyst mikið vegna sótt­varna­ráð­stafanna. Til að mynda hafi þúsundir Ís­lendinga fengið heim­sendingu á lyfjum í gegnum app Lyfju síðustu daga. Sala í gegnum app Lyfju hefur aukist um tæp­lega 170 prósent á einu ári, segir Karen.

Um tuttugu þúsund manns eru nú annað hvort í sótt­kví eða ein­angrun og það hefur haft mikil á­hrif á net­verslun. Auk þess sem að aukning hafi orðið á raf­rænni sölu lyfja þá hefur einnig mikið aukist að fólk versli sér mat raf­rænt.