Kaupandi íbúðar á jarðhæð í fjölbýlishúsi fær að halda eftir einni milljón króna af kaupverði vegna þess að hann var ekki upplýstur um samskiptaerfiðleika við nágranna. Þetta kemur fram í nýjum dómi Hæstaréttar sem staðfestir dóm Landsréttar.

Fram kemur í dómnumað kaupandinn hafi heyrt að einn nágrannanna í fjölbýlishúsinu væri erfiður í samskiptum. Upplýsti seljandinn að viðkomandi, sem er kona, væri veik á geði og ætti að vera á lyfjum. Kaupandinn var þó ekki upplýstur um að húsfélagið hefði reynt að láta vísa nágrannanum úr húsinu og að konan hefði reynt að ráðast á seljandann. Kaupandinn hafði reynt að fá réttar upplýsingar frá seljanda og fasteignasala en ekki fengið.

Erfiðir nágrannar hafa áhrif á fasteignaverð

Í matsgerð sem var lögð fram segir að eignir með erfiða nágranna séu verðminni en aðrar.

Hæstirétt­ur mat það sem svo að seljandinn hafði leynt kaupandann upp­lýs­ing­um sem hann vissi „og mátti vita að kaup­andi hafði rétt­mæta ástæðu til að ætla að hann fengi enda voru þær til þess falln­ar að hafa áhrif á efni kaup­samn­ings­ins.“

Kaup­and­inn þarf ekki að greiða eft­ir­stöðvar kaup­verðsins, sem nam einni millj­ón króna. Selj­andinn þarf að greiða máls­kostnað.