Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, sagði á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna að hann hefði viljað sjá betri stjórn á landa­mærunum og hefði viljað halda á­fram kerfis­bundinni sýna­töku allra ferða­manna.

„Ég hefði viljað sjá okkur geta haft betri stjórn á landa­mærunum. Ég hefði viljað sjá að við hefðum getað haldið á­fram að skima eins og við gerðum þar. En það bara var ekki hægt við höfðum ekki mann­skap til að gera það,“ sagði Þór­ólfur og sagði gríðar­lega aukningu ferða­manna vera helstu á­stæðuna.

Þá sagði hann einnig að honum fyndist fjöldi ferða­manna allt of mikill.

„Vanda­málið í hnot­skurn, eins og ég hef lýst, er að við höfum ekki stjórn á fjölda ferða­manna sem koma hingað. Það geta komið tíu þúsund, geta komið fimm­tán eða fimm þúsund og við þurfum ein­hvern veginn að reyna að að­laga okkur að þeim fjölda.“

Dóms­mála­ráð­herra fylgjandi opnun landa­mæra

Ríkis­stjórnin af­létti öllum sótt­varnar­að­gerðum innan­lands þann 25. júní síðast­liðinn en Þór­ólfur sagði það hafa verið nokkuð skyn­sam­legt því nauð­syn­legt hefði verið að láta reyna á hjarðó­næmi innan­lands fyrr eða síðar.

Þegar ríkis­stjórnin til­kynnti um af­léttingar vísaði Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, dóms­mála­ráð­herra, sér­stak­lega í mikil­­vægi þess að opna landið fyrir ferða­­mönnum sem eru bólu­­settir. En frá og með 1. júlí hafa ferða­menn með vott­orð um bólu­setningu eða fyrri sýkingu ekki þurft að gangast undir sýna­töku á landa­mærunum og gildir sú reglu­gerð til 15. ágúst næst­komandi.

Hægt að nýta lær­dóminn úr 3. bylgju

Þór­ólfur bætti við að hægt væri að nýta lær­dóminn úr þriðju bylgjunni þar sem farið var of hægt í sakirnar að hans mati með vægari stað­bundnum að­gerðum sem beindust að starf­semi þar sem talin var vera meiri hætta á smitum.

„Það gafst ekki vel og við hefðum í bak­speglinum átt að fara harðar inn strax. Það gerðum við núna í vor í mars og ég held að það hafi skilað árangri. Þannig að við erum að læra en ég held að á ein­hverjum tíma­punkti höfum við þurft að láta reyna á þetta hjarðó­næmi.“

Þór­ólfur segir það hafa verið ó­um­flýjan­legt að láta reyna á hjarðó­næmið á ein­hverjum tíma­punkti og tók fram að lokum að far­aldurinn sé ekki á leiðinni að hverfa úr heiminum næstu mánuði.