Á meðal vandamála sem geta skapast til styttri og lengri tíma eru svefnvandamál, áhrif á hjarta- og æðakerfi, verri vinnu- og lærdómsumhverfi, heyrnarskaði og fleira. Í Evrópu er kvartað sífellt oftar undan hljóðmengun.

Börn eru viðkvæmari fyrir hávaða á nóttunni en aðrir hópar þar sem þau sofa lengur. Langveikt fólk og eldra fólk er líka viðkvæmt fyrir truflunum. Fólk sem vinnur vaktavinnu er einnig í meiri hættu vegna hávaðamengunar vegna óreglulegs svefnsmunsturs. Fátækara fólk sem hefur ekki kost á því að búa í rólegum hverfum eða einangra heimili sín vel þjáist meira en aðrir hópar vegna hávaða. Bilið milli ríkra og fátækra mun líklega aukast ef ríkissstjórnum tekst ekki að taka á hávaðamengun.

Fátækara fólk sem hefur ekki kost á því að búa í rólegum hverfum eða einangra heimili sín vel þjáist meira en aðrir hópar vegna hávaða.
NordicPhotos/Getty

-Hávaði á ekki að vera meiri en 30 dBA á nóttunni fyrir gæðasvefn og minni en 35 dBA í skólastofum til að gefa tækifæri til gæðakennslu og góðra námsskilyrða.

-40% Evrópubúa búa við umferðarhávaða sem er meiri en 55 dBA.

-20% íbúa álfunnar búa við hjóðstyrk sem fer yfir 65 dBA á daginn.

-30% Evrópubúa og rúmlega það búa við hljóðstyrk sem fer yfir 55 dBA á nóttunni.