Innlent

Haustið heilsar af alvöru í næstu viku

Sam­kvæmt veður­spá þurfa lands­menn að setja upp húfu og vettlinga í næstu viku. Haustið lætur þá sjá sig í allri sinni dýrð með hvass­viðri og rigningu.

Það er rok og rigning í veðurkortunum næstu daga.

Síðustu sólardagarnir virðast vera að renna sitt skeið ef marka má veðurspá næstu daga. Samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands má búast við roki og rigningu um helgina.

„Það verður ágætt veður á morgun, en það verður ekki beinlínis skemmtilegt á laugardag og sunnudag. Það er að vaxa austan áttin hérna fyrir sunnan og orðið allhvasst og rigning hérna á laugardagskvöldið. Sunnudagurinn er svona blautur og hvass, norðaustan stinningskaldi og víða rigning,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, í samtali við Fréttablaðið.

Þótt septembermánuður sé búinn að vera nokkuð hlýr og þurr er haustið farið að gera vart við sig. Laufblöð hafa tekið að falla af trjánum og sumir hafa orðið varir við næturfrost.

„Það er aðeins farið að kólna á nóttunni, maður þarf að skafa bílinn á morgnanna það er komið niður fyrir frostmark á næturnar sums staðar.“

Í næstu viku á haustið síðan að koma af alvöru og má búast við miklum lægðagangi, hvassviðri og rigningu.

„Það er búið að vera þokkalegt veður, fyrstu daga septembermánaðar hafa verið hlýir, þetta er búinn að vera góður september framan af en það virðist vera að fara í haustgírinn í næstu viku,“ segir Þorsteinn að lokum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Björgunarsveit

Björgunar­sveitir leita manns í Helga­felli

Innlent

Fær rúma milljón fyrir stjórnar­setu án þess að mæta

Heilbrigðismál

Eitt af hverjum 20 and­látum vegna á­fengis­drykkju

Auglýsing

Nýjast

Sýna þrjár björgunar­æfingar í beinni

„Af­gerandi“ vilja­yfir­lýsing um sam­göngu­á­ætlun

Talaðu við Bimmann

Styrkja rödd og réttindi barna með Barna­þingi og gagna­öflun

Skoskur bjór í hektó­lítra­tali: BrewDog opnað í Reykja­vík

GM hefur ekki gefist upp á fólksbílum

Auglýsing