Tíu ára rannsóknarvinna hefur leitt í ljós að um 150 hauskúpur sem lögreglan í Mexíkó fundu í helli séu sumar yfir þúsund ára gamlar.

Hauskúpurnar fundust fyrst í helli við landamæri Mexíkó og Gvatemala árið 2012. Lögreglan að um glæpavettvang væri að ræða enda hefur svæðið lengi verið þekkt fyrir ofbeldisfull voðaverk glæpasamtaka.

Sérfræðingar hafa nú greint frá því að hauskúpurnar séu líklega frá fórnarlömbum mannfórna frá árunum 900 til 1200 e.Kr. Ályktun lögreglunnar var ekki út í hött því minjar frá slíkum fórnum hafa til þessa venjulega fundist í hofum og helgistöðum en ekki hellum.

Þá vakti athygli að það voru fleiri konur en karlar meðal fórnarlambanna og engin hauskúpa var með tennur.