„Ég tel haturstjáningu alltaf al­var­lega þegar hún er orðin svona al­geng.“ Þetta segir Ey­rún Ey­þórs­dóttir, lektor í lög­reglu­fræðum við Há­skólann á Akur­eyri, vegna skemmdar­verks sem var tví­vegis unnið á regn­boga­fána við Grafar­vogs­kirkju um helgina. Skemmdar­verkið er á meðal nokkurra til­vika meintrar haturstjáningar sem hefur verið við­höfð gegn hin­segin fólki á Ís­landi að undan­förnu.

Hatur­s­orð­ræða varðar við 233. grein al­mennra hegningar­laga og getur sætt sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.

Ey­rún segir þó að skemmdar­verkin við Grafar­vogs­kirkju gætu flokkast sem haturs­glæpur fremur en haturstjáning. Yrði þá, sam­kvæmt laga­breytingu sem sam­þykkt var fyrr á árinu, dæmdur hegningar­auki fyrir annað brot, eigna­spjöll í til­viki skemmda við Grafar­vogs­kirkju, vegna haturs­á­setnings gagn­vart minni­hluta­hópi.

Að sögn Ey­rúnar er hætta á því að haturstjáning geti stig­magnast ef hún er látin ó­á­reitt og leitt til beins of­beldis. „Í raun og veru séu stigin þannig að þetta byrji á að fólk sé með rasíska brandara eða tali hugsunar­laust gagn­vart minni­hluta­hópum þótt það sé ekki endi­lega neinn á­setningur til að særa. Síðan magnist þetta og tjáning verði harka­legri og harka­legri.

Haturstjáning felst í því í eðli sínu að af­marka ein­hvern hóp, ráðast svo gegn honum og að ein­hverju leyti rétt­læta of­beldi gegn honum.

Ef haturstjáning fær bara að flæða er meiri hætta á að fólk taki hana til sín og fari að beita líkam­legu of­beldi eða skemmdar­verkum, sem er þá orðið haturs­glæpur.“