Ráð­herr­a op­in­bers rekst­urs í Nam­ib­í­u, Leon Jo­ost­e, hef­ur kraf­ist þess í bréf­i til nú­ver­and­i sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­a Nam­ib­í­u, Albert Kaw­an­a, að Jam­es Hat­u­ik­u­lip­i, einn þriggj­a „há­karl­ann­a“ úr Sam­herj­a-skjöl­un­um verð­i fjar­lægð­ur úr stjórn Fishc­or og að fram­kvæmd­a­stjór­i fyr­ir­tæk­is­ins, Mike Ng­hip­un­y­a, verð­i rek­inn. Báð­ir eru þeir tald­ir tengj­ast spill­ing­u í Nam­ib­í­u sem ít­ar­leg­a hef­ur ver­ið fjall­að um í vik­unn­i. Fishcor er einn stærsti kvótahafi í Namibíu og er ríkisfyrirtæki. Greint er frá mál­in­u á miðl­um Nam­ib­i­an Sun.

Fyrr í kvöld var greint frá því að Hat­u­ik­u­lip­i hafi sagt starfi sínu lausu hjá jár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæk­in­u Invest­ec