Hátt í þrjá­tíu tjón hafa verið til­­kynnt til Náttúru­ham­fara­­tryggingar Ís­lands (NTÍ) vegna aur­skriðanna á Seyðis­­firði. Stofnunin segir afar mikil­­vægt að fólk til­­­kynni tjón sem fyrst til svo hægt sé að meta tjón og greina um­­­fang þeirra.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá á laugar­dag hefur stofnunin lagt gróft mat á heildar­kostnað vegna tjónsins og telur það vera í kringum einn milljarð króna. Fram­kvæmda­stjóri NTÍ, Hulda Ragn­heiður Árna­dóttir, segir að matið hafi ekki breyst síðan um helgina.

Ljóst er að skyldu­­trygging er á öllum fast­­eignum í landinu og mun NTÍ því bæta tjón á öllum húsum. Hins vegar bætir stofnunin að­eins það inn­bú sem var bruna­­tryggt þegar tjónið varð. Hafi því ein­hver á Seyðis­­firði ekki verið með bruna­­tryggingu á inn­búi sínu þegar skriðurnar féllu á sá hinn sami ekki rétt á tryggingu fyrir þeim munum sem skemmdust.

Að­spurð segir Hulda að það séu ekki margir í þeirri stöðu að fá inn­búið ekki bætt. „Það er heppni að hátt hlut­fall eignanna sem varð al­tjón á er at­vinnu­hús­næði,“ segir hún í sam­tali við Frétta­blaðið.

Upplýsingar á pólsku

Í til­­­kynningu frá NTÍ segir að mikil á­hersla hafi verið lögð á miðlun upp­­­lýsinga til Seyð­­firðinga um það hvernig þeir eigi að snúa sér í að fá tjónin bætt. Bæði hefur starfs­­fólk stofnunarinnar verið að störfum í bænum og þá hefur kynningar­efni á þremur tungu­­málum verið út­búið, á ís­­lensku, ensku og pólsku.

Þar er farið yfir á hvaða for­­sendum vá­­­tryggingar NTÍ eru byggðar, hvernig standa skuli að til­­­kynningum um tjón og við hverju megi búast eftir að til­­­kynning hefur verið send inn.

Hér má nálgast upplýsingar NTÍ á pólsku.

Hér má nálgast upplýsingar NTÍ á ensku.