Tæp­lega níu þúsund manns víða um land verða bólu­settir gegn CO­VID-19 í vikunni en dagana 1. til 7. mars munu 8,9 þúsund ein­staklingar fá sinn fyrsta skammt af bólu­efninu.

Allir 81 árs og eldri verða bólu­settir á morgun og á mið­viku­dag og munu þar 4,6 þúsund ein­staklingar fá sinn fyrsta skammt af bólu­efni Pfizer og BioN­Tech.

Þá verða 4,3 þúsund starfs­menn hjúkrunar- og dvalar­heimila bólu­settir síðar í vikunni með bólu­efni AstraZene­ca.

Þetta kemur fram í til­kynningu á vef em­bætti land­læknis en í hverri viku verður birt á­ætlun um bólu­setningar þeirrar viku.

Eins og staðan er í dag hafa tæp­lega 8,5 þúsund manns lokið bólu­setningu með bólu­efni Pfizer eða bólu­efni Moderna, og er bólu­setning hafin hjá 12,6 þúsund ein­stak­lingum til við­bótar.